Leiðarvísir fyrir fólk sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi

Þolendur geta fengið hjálp við að vinna úr áfallinu og kæra gerandann. Leiðarvísir 112 útskýrir hvað þú getur gert.

Sía eftir flokkum

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Hús Aflins á Akureyri

Aflið á Akureyri

Aflið hjálpar fólki sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi.

Alzheimersamtökin

Alzheimersamtökin bjóða upp á ráðgjöf til fólks með heilabilun, aðstandenda og annarra.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu Barnaheilla er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa vel um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Bifhjólafólk setur plástur á barn

Bikers Against Child Abuse (BACA)

Bikers Against Child Abuse (BACA) eru samtök sem starfa í þeim tilgangi að veita börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi öruggara umhverfi.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bergið headspace Akureyri

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Bráðamóttaka Landspítala

Bráðamóttaka Landspítala tekur á móti veikum og slösuðum einstaklingum allan sólarhringinn. Þar starfa félagsráðgjafar sem sinna meðal annars þolendum heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum.

Fagráð eineltismála

Ef þú ert í grunn- eða framhaldsskóla og færð ekki úrlausn á eineltismáli geturðu leitað til fagráðs eineltismála.

Manneskja leiðir aðra manneskju í gegnum stóra gátt inn í bjartan himinn.

Félagsþjónusta sveitar­félaga

Félags- og velferðarþjónustur sveitarfélaganna veita fjölbreyttan stuðning við einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þar er hægt að fá stuðning vegna ofbeldis.

Fjölmenningardeild VMST

Hjá Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín og aðstoð við að flytja til eða frá landinu.

Foreldrahús

Foreldrahús veitir börnum, unglingum og foreldrum ráðgjöf, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga, áhættuhegðunar og hegðunarvanda. Foreldrasíminn 581 1799 er opinn allan sólarhringinn.

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Læknir.

Heilsuvera

Á vef Heilsuveru er hægt að tala við hjúkrunarfræðing gegnum netspjall. Á vefnum eru upplýsingar um allt varðandi heilsu.

Heimilisfriður

Heimilisfriður býður upp á meðferð fyrir öll sem beita ofbeldi í nánum samböndum.

Kvennaathvarf

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Kvennaathvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Hús Kvennaráðgjafarinnar á Hallveigarstöðum

Kvennaráðgjöfin

Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.

Lögfræðiaðstoð laganema

Lögfræðinemar háskólanna bjóða upp á ókeypis lögfræðiráðgjöf gegnum síma.

Lögreglan

Lögreglan hjálpar fólki sem verður fyrir ofbeldi. Ofbeldi í nánum samböndum er litið mjög alvarlegum augum hjá lögreglunni.

Mannréttindaskrifstofa Merki

Mannréttindaskrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Neyðarmóttaka á Akureyri vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan á sjúkrahúsinu á Akureyri tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Lands­teymið

Landsteymið hjálpar öllum sem tengjast skólasamfélaginu, frá leikskóla til framhaldsskóla.

OFSi

Markmið Ofbeldisforvarnarskólans er að kenna forvarnir gegn ofbeldi.

Merki fyrir fatlaða á vegg fyrir ofan skábraut.

Réttindagæslu­maður

Réttindagæslumaður hjálpar fötluðu fólki að ná fram rétti sínum.

Sigurhæðir á Selfossi

Sigurhæðir eru þjónusta á Suðurlandi fyrir konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þar færðu ókeypis ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum.

Samskiptaráðgjafi

Samskiptaráðgjafi er hér til að hlusta, styðja þig og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.

Samtökin '78

Samtökin ’78

Samtökin 78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og ungmenni, meðal annars það sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Sjónarhóll

Hjálpar fjölskyldum barna með stuðningsþarfir.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Stígamót

Stígamót hjálpa öllum (konum, körlum og kynsegin fólki) sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Myndin sýnir bjarta setustofu þar sem er blár sófi hægra megin upp við vegg.  Sófinn er með tveimur gulum púðum fyrir framan lágt viðar sófaborð. Hinu megin við borðið eru tveir hvítir stólar, yfir annan þeirra hefur verið lagt samanbrotið teppi.  Fyrir aftan stólana má sjá bókahillu með ýmsum munum í. Á veggnum gagnstætt hurðinni er hægra megin gluggi með bláum gluggatjöldum. Vinstra megin eru hvítir upphengdir eldhússkápar.

Suðurhlíð

Suðurhlíð er miðstöð í Reykjanesbæ fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi.

Taktu skrefið

Taktu skrefið er hópur sálfræðinga sem aðstoðar fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi.

Umboðsmaður Barna Merki

Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.

Myndin sýnir aðstöðu Vopnabúrsins. Þar má sjá bjart herbergi með myndum á veggjum þar sem er mikið af allskonar íþróttadóti, þar á meðal golfkylfur, lyftingalóð og ýmiskonar boltar.

Vopnabúrið

Vopnabúrið er líkamsræktar- og tómstundastöð sem býður upp á ráðgjöf og stuðning við börn og unglinga sem glíma við einhvers konar vandamál.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Öryggisáætlun

Að útbúa öryggisáætlun er leið til að vernda öryggi þitt og barnanna þinna, bæði í sambandinu og ef þú ákveður að fara.