
Ofbeldi í nánum samböndum
Ofbeldi er þegar einhver gerir eitthvað sem viljandi meiðir þig eða lætur þér oft líða illa. Það kallast ofbeldi í nánu sambandi eða heimilisofbeldi þegar sá sem beitir ofbeldinu er skyldur eða tengdur þér, til dæmis maki, fyrrverandi maki, fjölskyldumeðlimur eða umönnunaraðili. Ofbeldi getur átt sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru.








Þú getur haft samband við neyðarvörð ef þig grunar að þú eða einhver sem þú þekkir sé beittur ofbeldi.
Dæmisögur
Hér má finna ýmis dæmi um ofbeldi. Þekkir þú einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi?

Aðstandendur
Það er í lagi að spyrja fólk hvort það sé að upplifa ofbeldi í nánu sambandi. Þú hjálpar með því að trúa og taka það alvarlega. Fáðu ráð um hvernig er best að spyrja.

Aðstoð
Það er alltaf betra að segja frá hvernig þér líður. Hér geturðu skoðað ýmis úrræði sem geta aðstoðað hvort sem það er vegna þín eða einhvers sem þú þekkir.
