Andlegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Það getur verið bæði með orðum og hegðun.

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.

Kynferðisofbeldi

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver fær þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera, káfar á þér eða áreitir þig á kynferðislegan hátt.

Manneskja horfir á símann sinn sem sýnir ólæsileg skilaboð. Hún snýr baki í okkur svo við sjáum á símann í höndunum á henni. Mikið liðað hár sveiflast í vindinum.

Stafrænt ofbeldi

Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.

Fjárhagslegt ofbeldi

Fjárhagslegt ofbeldi er þegar einhver svíkur af þér peninga, tekur peninga þína af þér eða neitar að láta þig fá peningana þína.

Vanræksla

Vanræksla er þegar einhver sinnir ekki þörfum hjálparvana einstaklings, til dæmis barni, fatlaðri manneskju eða eldri manneskju.

Manneskja sem situr inni í búri

Eltihrellir

Ef einhver situr um þig endurtekið, eltir þig, hótar eða fylgist með þér er sá eltihrellir (e. stalker) og kallast þessi hegðun umsáturseinelti.

Trúarofbeldi

Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.

Manneska situr á hnjánum á gólfinu. Hún er leið á svip, með lokuð augun og höfuðið lítur niður til jarðar.

Heiðursofbeldi

Heiðursofbeldi er þegar einhver beitir þig ofbeldi til að verja heiður fjölskyldunnar, oft náinn ættingi. Þegar heiður er settur ofar mannréttindum þínum, þá er það ofbeldi.

Þú getur haft samband við neyðarvörð ef þig grunar að þú eða einhver sem þú þekkir sé beittur ofbeldi.

Dæmisögur

Hér má finna ýmis dæmi um ofbeldi. Þekkir þú einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi?

Kona heldur um gagnaugun

Aðstandendur

Það er í lagi að spyrja fólk hvort það sé að upplifa ofbeldi í nánu sambandi. Þú hjálpar með því að trúa og taka það alvarlega. Fáðu ráð um hvernig er best að spyrja.

Aðstoð

Það er alltaf betra að segja frá hvernig þér líður. Hér geturðu skoðað ýmis úrræði sem geta aðstoðað hvort sem það er vegna þín eða einhvers sem þú þekkir.