Kvennaathvarfið á Akureyri
Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.
Dvöl og ráðgjöf fyrir konur
Dvöl og ráðgjöf fyrir konur
Kvennaathvarfið er neyðarathvarf sem tekur á móti konum og börnum þeirra, sem flýja þurfa heimili sín vegna ofbeldis. Dvöl í athvarfinu er ókeypis.
Kvennaathvarfið býður einnig uppá viðtöl fyrir konur sem eru í ofbeldissambandi eða hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa og þú þarft ekki að dvelja í athvarfinu til þess að fá viðtalstíma. Viðtöl geta bæði verið á staðnum eða í gegnum síma. Ráðgjöf er einnig í boði fyrir aðstandendur þolenda.
Ráðgjafar tala íslensku og ensku. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft. Kvennaathvarfið er á Akureyri (og líka Reykjavík) en athvörfin eru opin fyrir konur af öllu landinu.
Þú getur hringt allan sólarhringinn í Kvennaathvarfið í síma 561 1205 til að fá stuðning strax eða pantað þér tíma í ráðgjöf á vefsíðunni þeirra. Þú getur líka sent þeim tölvupóst á kvennaathvarf@kvennaathvarf.is. Allar konur eru velkomnar: íslenskar, erlendar, fatlaðar, hinsegin, trans, á hvaða aldri sem er eldri en 18 ára.
Símanúmer
Tölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Láttu vita fyrirfram ef þú ert í hjólastól.Tungumál
Íslenska, English. Tungumála- og táknmálstúlkun.
Kvennaathvarfið á Akureyri hjálpar öllum konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi, bæði með húsaskjól og ráðgjöf.
Andlegt ofbeldi
Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Það getur verið bæði með orðum og hegðun.
Öryggisáætlun
Að útbúa öryggisáætlun er leið til að vernda öryggi þitt og barnanna þinna, hvort sem það er innan sambandsins eða ef þú ákveður að fara.