Barnið er alltaf miðpunkturinn.

Landsteymi er teymi sérfræðinga sem starfa hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

Landsteymið veitir skólasamfélaginu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi stuðning og ráðgjöf um úrræði, leiðir og lausnir þvert á kerfi.

Hvað gera ráðgjafar Landsteymis

  • Finna leiðir til að tryggja að öll börn eigi farsæla skólagöngu.
  • Kortleggja stöðu barnsins og leita lausna.
  • Koma á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna þar sem við á.
  • Veita ráðgjöf og stuðning til barna, foreldra og þeirra sem starfa á vettvangi barns.

Hverjir geta leitað til Landsteymis

  • Börn
  • Foreldrar
  • Kennarar og starfsfólk skóla
  • Starfsfólk frístundastarfs
  • Skólaþjónusta
  • Sveitarfélög
  • Barnavernd
  • Heilbrigðisstofnanir
  • Aðrir aðilar sem starfa með börnum

Hægt er að hafa samband við Landsteymið með því að:

Beiðnir sem berast Landsteymi eru teknar fyrir á mánudögum og ráðgjafi hefur fljótlega samband eftir það.