Landsteymið
Landsteymið hjálpar öllum sem tengjast skólasamfélaginu, frá leikskóla til framhaldsskóla.
Barnið er alltaf miðpunkturinn.
Landsteymi er teymi sérfræðinga sem starfa hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.
Landsteymið veitir skólasamfélaginu á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi stuðning og ráðgjöf um úrræði, leiðir og lausnir þvert á kerfi.
Hvað gera ráðgjafar Landsteymis
- Finna leiðir til að tryggja að öll börn eigi farsæla skólagöngu.
- Kortleggja stöðu barnsins og leita lausna.
- Koma á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna þar sem við á.
- Veita ráðgjöf og stuðning til barna, foreldra og þeirra sem starfa á vettvangi barns.
Hverjir geta leitað til Landsteymis
- Börn
- Foreldrar
- Kennarar og starfsfólk skóla
- Starfsfólk frístundastarfs
- Skólaþjónusta
- Sveitarfélög
- Barnavernd
- Heilbrigðisstofnanir
- Aðrir aðilar sem starfa með börnum
Hægt er að hafa samband við Landsteymið með því að:
- Fylla út form á vefsíðu Landsteymis.
- Senda tölvupóst á landsteymi@landsteymi.is.
- Hafa samband í síma 514 7540.
Beiðnir sem berast Landsteymi eru teknar fyrir á mánudögum og ráðgjafi hefur fljótlega samband eftir það.
Símanúmer
Heimilisfang
Víkurhvarf 3, 203, Kópavogur. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Gott aðgengi er fyrir öllTungumál
Boðið er upp á túlk á því tungumáli sem þörf er á. Einnig er hægt að fá táknmálstúlk.