Ráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis

Bráðamóttaka tekur á móti öllum sem veikjast, slasast eða þurfa aðhlynningu sem þolir enga bið.

Þar starfa félagsráðgjafar sem aðstoða einstaklinga sem glíma við félagslegan vanda og aðstandendur þeirra. Sem dæmi má nefna:

  • heimilisofbeldi
  • kynferðisofbeldi
  • andlega vanlíðan
  • vímefnavanda
  • heimilislausa
  • flóttafólk
  • hælisleitendur
  • barnaverndarmál

Félagsráðgjafar eru mikilvæg viðbót við þjónustu við þolendur ofbeldis. Annað starfsfólk spítalans og fagfólk á öðrum sviðum leita til þeirra um leiðbeiningar og ráðgjöf. Tekið er við þolendum heimilisofbeldis á landsvísu.

Félagsráðgjafar taka viðtal við þolanda, fara yfir aðstæður og öryggi þolandans ef hann er að fara að snúa aftur heim, koma þeim í úrræði og veita upplýsingar um aðstoð. Þolendum er fylgt eftir með símtölum. Ef ráðgjafar eru ekki á staðnum þegar þolandi kemur inn er kallað á bakvakt sem er alltaf til taks.

Hægt er að hafa samband beint við bráðamóttökuna í síma 543 1000 en neyðartilvik ætti að tilkynna til 112.

Almenn þjónusta bráðamóttöku

Til að tryggja öryggi allra sjúklinga er einstaklingum forgangsraðað eftir eðli og alvarleika veikinda eða slyss. Hjúkrunarfræðingur skoðar og metur sjúklinga eftir ákveðnu flokkunarkerfi og sinnir mest aðkallandi vandamálum fyrst.

Einnig er veitt göngudeildarþjónusta milli kl. 8–16 alla virka daga. Þetta er eftirmeðferð fyrir fólk sem hefur verið hjá bæklunarlæknum og bráðalæknum á síðustu 12 mánuðum eða eftir tilvísun sérfræðinga utan spítalans.

Eitrun

Ef einstaklingur verður fyrir eitrun er hægt að hafa samband beint við eitrunarmiðstöð sem starfar innan bráðamóttöku en beinn sími þangað er 543 2222. Gott er að hafa tiltækar upplýsingar um hvað lyfin eða efnin heita sem innbyrt voru, hvenær eitrun átti sér stað og svo aldur og þyngd sjúklings.

Meiri aðstoð

Sjá alla aðstoð

Neyðarmóttaka á Akureyri vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan á sjúkrahúsinu á Akureyri tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Líkamlegt ofbeldi

Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.

Slagsmál ungmenna

Ef þú horfir á myndband af slagsmálum á netinu án þess að láta einhvern fullorðinn vita ertu að taka þátt í ofbeldinu og segja að þessi hegðun sé í lagi.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.