Almenn þjónusta bráðamóttöku
Til að tryggja öryggi allra sjúklinga er einstaklingum forgangsraðað eftir eðli og alvarleika veikinda eða slyss. Hjúkrunarfræðingur skoðar og metur sjúklinga eftir ákveðnu flokkunarkerfi og sinnir mest aðkallandi vandamálum fyrst.
Einnig er veitt göngudeildarþjónusta milli kl. 8–16 alla virka daga. Þetta er eftirmeðferð fyrir fólk sem hefur verið hjá bæklunarlæknum og bráðalæknum á síðustu 12 mánuðum eða eftir tilvísun sérfræðinga utan spítalans.
Eitrun
Ef einstaklingur verður fyrir eitrun er hægt að hafa samband beint við eitrunarmiðstöð sem starfar innan bráðamóttöku en beinn sími þangað er 543 2222. Gott er að hafa tiltækar upplýsingar um hvað lyfin eða efnin heita sem innbyrt voru, hvenær eitrun átti sér stað og svo aldur og þyngd sjúklings.