Réttindi barna

Hlutverk umboðsmanns barna er að passa að tekið sé tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna. Salvör Nordal er umboðsmaður barna á Íslandi og á vefsíðunni barn.is er hægt að finna fullt af fróðleik um réttindi barna. Öll geta leitað til umboðsmanns barna og spurningum frá börnum er alltaf svarað fyrst.

Meðal verkefna er að fræða börn og fullorðna um barnasáttmálann, skapa umræðu í samfélaginu um málefni barna og að afla og birta upplýsingar um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna.

Krakkar á aldrinum 12 til 17 ára geta tekið þátt í ráðgjafarhópi umboðsmanna barna, þar sem krakkar hittast og tala um hvernig megi bæta mannréttindi barna. Þú getur skráð þig í ráðgjafarhópinn hér.

Á vefsíðunni getur þú sent inn spurningu um hvað sem er. Engin spurning er of vitlaus eða kjánaleg. Spurningum er svarað eins fljótt og hægt er og birtast nafnlaust á síðunni. Þú getur líka hringt ókeypis í barnasímann 800 5999. og fylgst með Umboðsmanni barna á Facebook eða instagram.

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum barna. 100% trúnaður.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa vel um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Þrjár dökkhærðar stelpur sitja á grasi. Þær snúa baki í myndavélina og spjalla saman.

Barnaheill

Barnaheill býður upp á ráðgjöf um allt varðandi börn. Á vefsíðu Barnaheilla er hægt að benda á óviðeigandi hegðun gagnvart börnum á netinu.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Börn og unglingar

Fræðsla fyrir börn og unglinga um ofbeldi. Það er alltaf betra að segja frá.

Heilbrigður líkami og sjálfsmynd

Það er mikilvægt að huga snemma að sjálfsmynd sinni og heilbrigðum líkama. Hér getur þú lesið um hvernig þú getur styrkt sjálfsmynd þína. Líka um hvernig þú getur sett mörk til að passa upp á líkama þinn og sál.

Bleikar og appelsínugular blöðrur með brosköllum á björtum degi.