Alzheimersamtökin
Alzheimersamtökin bjóða upp á ráðgjöf til fólks með heilabilun, aðstandenda og annarra.
Ráðgjöf fyrir alla
Hægt er að panta tíma í ráðgjöf í síma 520-1082, með því að senda tölvupóst á radgjafi@alzheimer.is eða með því að fylla út form á heimasíðu samtakanna.
Ráðgjafasíminn 520-1082 er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 09:00 til 15:00 og föstudaga frá klukkan 09:00 til 12:00.
Ráðgjöfina er hægt að nálgast á skrifstofu samtakanna í Hafnarfirði, í fjarfundi eða í gegnum síma svo öll geta nýtt sér þessa þjónustu óháð búsetu.
Þjónusta
Alzheimersamtökin bjóða upp á víðtæka þjónustu sem tengist öllum hliðum heilabilunar.
- Sálfræðiþjónusta
- Lögfræðiráðgjöf
- Alzheimerkaffi
- Stuðningshópar
- Tenglanet
- Dagþjálfun
Seiglan
Alzheimersamtökin reka Seigluna sem er fyrsta þjónustuúrræði eftir greiningu heilabilunar. Seiglan er ætluð fólki með heilabilunarsjúkdóm sem enn er á stigi vægrar vitrænnar skerðingar og aðstandendum þeirra, þar til þörf er á sérhæfðari þjónustu
Dagþjálfun
Alzheimersamtökin reka þrjár sérhæfðar dagþjálfanir en markmið þeirra er meðal annars að viðhalda sjálfstæði, létta undir með aðstandendum og gefa tækifæri til að rjúfa félagslega einangrun.
Vefur Alzheimersamtakanna
Alzheimersamtökin halda úti vefsíðu sem inniheldur upplýsingar um allt sem tengist heilabilun, frá greiningarferlinu yfir í daglega umönnun.
Fræðsla á vegum samtakanna
Samtökin halda reglulega fræðslufundi um efni sem tengjast heilabilun. Þau hafa einnig gefið út bækling og smáforritið Heilabilun sem hægt er að fá bæði fyrir iPhone og Android síma.
Má ég leita til Alzheimersamtakanna?
Samtökin veita öllum sem náð hafa 18 ára aldri ráðgjöf. Þjónustan er óháð búsetu, hvort þau sjálf séu með heilabilun eða telja sig vera með heilabilun. Aðstandendur, fagfólk, eða einfaldlega aðilar sem vilja vita meira um málefnið geta líka fengið ráðgjöf. Þjónustan er þáttur í aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum eldra fólks, Gott að eldast.
Ekki bara Alzheimer
Alzheimersamtökin bjóða upp á þjónustu vegna heilabilunar hvort sem hún er af völdum Alzheimers eða annarra sjúkdóma. Aðrir sjúkdómar sem hafa heilabilun í för með sér eru til dæmis æðaheilabilun, Lewy Body heilabilun, framheilabilun, huntingtonssjúkdómur, alkóhól-demens / Korsakoff og Parkinsonsjúkdómurinn.
Símanúmer
Heimilisfang
Lífsgæðasetur St.Jó 3.hæð, Suðurgata 41. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Aðgengi er fyrir fatlaða.
Vanræksla
Vanræksla er tegund af ofbeldi sem birtist hjá fólki sem þarf aðstoð. Það er vanræksla þegar manneskja fær ekki þá aðstoð sem hún þarf til að líða vel. Það getur til dæmis verið eldra fólk, fatlað fólk eða börn.
Andlegt ofbeldi
Andlegt ofbeldi skilur ekki eftir sig áverka sem sjást þannig að það er oft erfitt að átta sig á því. Hótanir, niðurlæging, eftirlit og stjórnun með því að láta þér líða illa er allt andlegt ofbeldi.