Alzheimersamtökin
Alzheimersamtökin bjóða upp á ráðgjöf til fólks með heilabilun, aðstandenda og annarra.

Ráðgjöf fyrir öll
Hægt er að panta tíma í ráðgjöf í síma 520-1082, með því að senda tölvupóst á radgjafi@alzheimer.is eða með því að fylla út form á heimasíðu samtakanna.
Ráðgjafasíminn 520-1082 er opin mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 09:00 til 15:00 og föstudaga frá klukkan 09:00 til 12:00.
Ráðgjöfina er hægt að nálgast á skrifstofu samtakanna í Hafnarfirði, í fjarfundi eða í gegnum síma svo öll geta nýtt sér þessa þjónustu óháð búsetu.
Samtökin veita öllum sem náð hafa 18 ára aldri ráðgjöf. Þjónustan er óháð búsetu, hvort þau sjálf séu með heilabilun eða telja sig vera með heilabilun. Aðstandendur, fagfólk, eða einfaldlega aðilar sem vilja vita meira um málefnið geta líka fengið ráðgjöf.
Vefur Alzheimersamtakanna
Alzheimersamtökin halda úti vefsíðunni alzheimer.is sem inniheldur upplýsingar um allt sem tengist heilabilun, frá greiningarferlinu yfir í daglega umönnun.
Fræðsla á vegum samtakanna
Samtökin halda reglulega fræðslufundi um efni sem tengjast heilabilun í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði. Einnig er hægta að fylgjast með fræðsluerindum í beinu streymi eða horfa á upptöku eftir á. Dagskrá og upptökur má nálgast á vefsíðu samtakanna á alzheimer.is
Stuðningshópar
Stuðningshópar eru ætlaðir aðstandendum og byggjast á hugmyndafræði jafningjastuðnings og er markmiðið með samverunni að hittast, spjalla og deila reynslunni. Stuðningur annarra í svipuðum aðstæðum getur bætt líðan og dregið úr streitu. Nálgast má frekari upplýsingar um tímasetningar á alzheimer.is
Sálfræðiþjónusta
Eðlilega kvikna stundum erfiðar tilfinningar hjá fólki sem greinist með ólæknandi sjúkdóm. Við blasir aðlögun að nýjum, óvissum aðstæðum og nýrri framtíðarsýn. Það getur verið gott að ræða þessar tilfinningar við fagfólk, fá fræðslu og aðstoð við að finna og nýta styrkleika sína í nýjum aðstæðum. Félagsmenn Alzheimersamtakanna geta pantað viðtal við sálfræðing í síma 533 1088 eða með því að senda tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is. Viðtalið kostar 5.000 kr.
Símanúmer
Heimilisfang
Lífsgæðasetur St.Jó 3.hæð, Suðurgata 41. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Aðgengi er fyrir fatlaða.
Vanræksla
Vanræksla er tegund af ofbeldi sem birtist hjá fólki sem þarf aðstoð. Það er vanræksla þegar manneskja fær ekki þá aðstoð sem hún þarf til að líða vel. Það getur til dæmis verið eldra fólk, fatlað fólk eða börn.

Andlegt ofbeldi
Andlegt ofbeldi skilur ekki eftir sig áverka sem sjást þannig að það er oft erfitt að átta sig á því. Hótanir, niðurlæging, eftirlit og stjórnun með því að láta þér líða illa er allt andlegt ofbeldi.
