Börn og unglingar
Ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig eða lætur þér líða illa. Það er bannað með lögum að beita aðra ofbeldi.
Ofbeldi má ekki vera leyndarmál
Það skiptir miklu máli að segja frá þegar ofbeldi á sér stað. Þá er hægt að hjálpa þeim sem verða fyrir ofbeldinu. Meira að segja þeir sem eru að meiða og særa geta fengið hjálp.
Ef þú verður fyrir ofbeldi, eða þekkir barn eða ungling sem verður fyrir ofbeldi, er best að tala um það við einhvern fullorðinn sem þú treystir, eins og foreldra þína. Ef það gengur ekki geturðu talað við einhvern í skólanum, eins og kennarann þinn eða hjúkrunarfræðing.
Hvað er ofbeldi?
Í þessu myndbandi útskýrir Ævar Þór hvað ofbeldi er, sýnir dæmi um ofbeldi og hvernig sé hægt að fá hjálp. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur orðið fyrir ofbeldi er alltaf best að segja frá til að fá hjálp.
Unglingar
Hvað á maður að gera ef maður verður vitni að slagsmálum, ofbeldi er beitt heima hjá manni eða nektarmyndum dreift af manni? Hvernig setur maður mörk og hvernig virðir maður mörk annarra?
Krakkar
Hvað áttu að gera ef það er ofbeldi heima hjá þér? Hvað er að leggja í einelti og hvernig notar maður eiginlega öll þessi öpp til að tala við fólk?
Fræðsla fyrir yngstu börnin
Það er gott að fræða yngri börn um hvaða hegðun sé í lagi og hvað ekki. Hér er efni um einelti og ofbeldi sem fullorðnir geta sýnt og rætt við börn. Efnið er hugsað fyrir börn á aldrinum 4–9 ára.
Ofbeldi gegn börnum
Öll börn eiga rétt á vernd gegn ofbeldi. Það er á ábyrgð fullorðinna að passa upp á það.