Ofbeldismál í forgangi

Þú getur talað við lögregluna ef einhver hefur ráðist á þig, meitt þig eða gert eitthvað við þig sem þú vildir ekki. Ofbeldi í nánum samböndum er í forgangi hjá lögreglu. Hægt er að hringja eða senda sms í 112, nota netspjall 112 eða fara á næstu lögreglustöð.

Það er einnig hægt að tala við lögregluþjón í Bjarkarhlíð í Reykjavík eða Bjarmahlíð á Akureyri. Það getur oft verið þægilegra. Þar er engin pressa á ákæru. Allt er tekið á þínum forsendum.

Neyðarverðir koma þér í samband við lögreglu ef þig vantar aðstoð vegna ofbeldis.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Neyðarmóttaka vegna kynferðisofbeldis

Neyðarmóttakan tekur á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi.

Ættirðu að kæra eða ekki?

Þetta er stór spurning sem aðeins þú getur svarað. Það er mikilvægt að gerandinn beri ábyrgð á broti sínu. Það tekur þó tíma og krefst vinnu að sjá til þess að réttvísin nái fram að ganga.

Manneskja með áhyggjusvip horfir út í buskann. Tvö stór spurningamerki svífa í kringum hana.

Kynferðisofbeldi

Ef einhver þvingar þig til að gera eitthvað kynferðislegt er það kynferðisofbeldi. Það getur til dæmis verið kynmök, innsetning eða snerting á líkamshluta.

Manneskja grípur um andlitið eins og í örvæntingu