Ókeypis lögfræðiráðgjöf

Mannréttindaskrifstofan fylgist með stöðu mannréttinda á Íslandi. Ef þú ert innflytjandi og vantar lögfræðiráðgjöf vegna ofbeldis getur þú talað við ráðgjafa hjá Mannréttindaskrifstofu.

Þangað er hægt að komast í hjólastól. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft. Þá þarftu bara að bóka með fyrirvara.

Ráðgjöfin er á Túngötu 14 og er opin á þriðjudögum frá 14 til 19 og á föstudögum frá 9 til 14. Það þarf að bóka tíma í síma 552 2720 eða senda þeim tölvupóst á info@humanrights.is.

Mannréttindaskrifstofa hjálpar öllum innflytjendum sem vantar lögfræðiráðgjöf.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Fjölmenningardeild VMST

Hjá Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín og aðstoð við að flytja til eða frá landinu.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Hús Kvennaráðgjafarinnar á Hallveigarstöðum

Kvennaráðgjöfin

Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur.

Mansal

Mansal er þegar einstaklingur misnotar eða hagnýtir aðra manneskju á einhvern hátt til að græða peninga eða fá önnur hlunnindi.

Ofbeldi gegn innflytjendum

Fólk af erlendum uppruna sem býr á Íslandi er í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi.