Mannréttindaskrifstofa
Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.
Ókeypis lögfræðiráðgjöf
Mannréttindaskrifstofan fylgist með stöðu mannréttinda á Íslandi. Ef þú ert innflytjandi og vantar lögfræðiráðgjöf vegna ofbeldis getur þú talað við ráðgjafa hjá Mannréttindaskrifstofu.
Þangað er hægt að komast í hjólastól. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft. Þá þarftu bara að bóka með fyrirvara.
Ráðgjöfin er á Túngötu 14 og er opin á þriðjudögum frá 14 til 19 og á föstudögum frá 9 til 14. Það þarf að bóka tíma í síma 552 2720 eða senda þeim tölvupóst á info@humanrights.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Túngata 14, 101 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Gott aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Tungumála- og táknmálstúlkun.
Mannréttindaskrifstofa hjálpar öllum innflytjendum sem vantar lögfræðiráðgjöf.
Mansal
Mansal er þegar einstaklingur misnotar eða hagnýtir aðra manneskju á einhvern hátt til að græða peninga eða fá önnur hlunnindi.
Ofbeldi gegn innflytjendum
Fólk af erlendum uppruna sem býr á Íslandi er í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi.