
Fagráð eineltismála
Ef þú ert í grunn- eða framhaldsskóla og færð ekki úrlausn á eineltismáli geturðu leitað til fagráðs eineltismála.

Fagráð eineltismála
Fagráð eineltismála veitir ráðgjöf í eineltismálum fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskólum.
Ef það tekst ekki að finna fullnægjandi lausn á einelti innan skóla eða sveitarfélags (eða vegna aðgerðaleysis þeirra) er hægt að vísa eineltismálum til fagráðsins. Fagráðið reynir þá að ná ásættanlegri úrlausn og gefur út ráðgefandi álit, byggt á gögnum og upplýsingum varðandi málið. Hægt er að lesa meira um vísun máls á hér.
Þau sem geta leitað til fagráðs eru: nemendur, foreldrar og forsjáraðilar, starfsfólk grunn- og framhaldskóla og öll sem starfa með börnum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi .
Þetta á við eftirfarandi starf grunnskóla:
- frístundaheimili fyrir nemendur í yngri árgöngum grunnskóla
- félags- og tómstundastarf á vegum skóla
- starfsemi skólabúða
- vettvangsferðir, skólaferðalög
- önnur starfsemi á vegum grunnskóla
Þú vísar máli til fagráðsins með því að senda tölvupóst á fagrad@mms.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Víkurhvarf 3, KópavogiTölvupóstur
Tungumál
Íslenska, English, polski.




Einelti
Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Til að geta stöðvað einelti er mikilvægt að þekkja vísbendingarnar.

Sjálfstjórn í krefjandi aðstæðum
Þegar við upplifum okkur í hættu taka sjálfvirk og ómeðvituð varnarviðbrögð líkamans stjórnina. Viðbrögðin eru annað hvort að berjast eða flýja.
