Sigurhæðir á Selfossi
Sigurhæðir eru þjónusta á Suðurlandi fyrir konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þar færðu ókeypis ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum.
Hefur þú orðið fyrir ofbeldi?
Í boði er einstaklingsmeðferð, hópmeðferð og áfallameðferð.
Lögregla og lögfræðingur eru í Sigurhæðum sem veita ráðgjöf og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis. Lögfræðileg ráðgjöf til innflytjendakvenna er einnig í boði.
Konur búsettar á Suðurlandi og aðstandendur þeirra geta komið, hringt og pantað viðtöl til að fá stuðning, ráðgjöf og upplýsingar óháð kyni, uppruna eða félagslegri stöðu.
Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft.
Sigurhæðir eru í Þórsmörk 7 á Selfossi. Komið er að Þórsmörkinni frá Árveginum á móti Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Opnunartími:
- Þriðjudaga frá 10 til 17
- Fimmtudaga frá 13 til 19
- Föstudaga frá 10 til 17
Hægt er að bóka viðtal gegnum vefsíðuna þeirra eða hringja í síma 834 5566.
Það er alltaf svarað í síma, óháð opnunartíma.
Þú getur líka alltaf sent tölvupóst á sigur@sigurhaedir.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Þórsmörk 7, 800 Selfossi. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Tungumála- og táknmálstúlkun.Tungumál
Íslenska, English.
Sigurhæðir hjálpa konum á Suðurlandi sem hafa orðið fyrir ofbeldi.
Alhliða þjónusta á einum stað
Soroptímistaklúbbur Suðurlands stofnaði Sigurhæðir, úrræði með faglegri þjónustu við sunnlenskar konur frá 18 ára aldri sem orðið hafa fyrir ofbeldi.
Líkamlegt ofbeldi
Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, til dæmis klípur, sparkar, hrindir eða lemur þig. Hótun eða ógnun um að meiða er einnig líkamlegt ofbeldi.
Stafrænt ofbeldi
Það er stafrænt ofbeldi þegar ofbeldi er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla