Eitrunarmiðstöð Landspítalans veitir upplýsingar um eiturefni og ráðgjöf um viðbrögð og meðferð þegar eitranir verða. Gott að hafa: Heiti efnis eða lyfs (hafa umbúðirnar við höndina), hvenær eitrunin átti sér stað, aldur, þyngd þess sem mögulega varð fyrir eitrun.
Bráðamóttaka tannlækna er opin allan sólarhringinn. Nauðsynlegt að bóka tíma með því að hringja í síma 567-0707 eða senda tölvupóst á tannhjalp@tannhjalp.is. Ekkert komugjald.
FíB veitir félögum vegaaðstoð (5 112 112) og N1 veitir vegaaðstoð á höfuðborgarsvæðinu (660 3350). Sum tryggingafélög veita viðskiptavinum vegaaðstoð (Sjóvá 440 2222, VÍS 560 5000). Einnig má leita til dráttarbílafyrirtækja eða 24 road assistance.
Við árekstur þar sem ekki verður slys á fólki geta ökumenn fyllt út tjónaskýrslu á staðnum. Ef tjónaskýrsla er ekki við höndina er hægt fylla út tjónaskýrslu á vefnum hjá Árekstur.is. Ef þarf aðstoð á staðinn eru þjónustubílar á þeirra vegum á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú hefur upplýsingar um smábrot eða þjófnað sem tilkynna þarf lögreglu er tekið á móti tilkynningum á vef lögreglunnar eða hjá lögreglunni í þínu umdæmi á dagvinnutíma.
Tilkynningar til barnaverndar er best að koma beint áleiðis til barnaverndarþjónustu á viðkomandi svæði. Ef þú veist ekki hvert á að tilkynna eða barn þarfnast tafarlausrar aðstoðar, þá hringir þú í 112
Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, 13 til 16 ára, skulu ekki vera úti eftir klukkan 22:00. Frá 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
Sjálfstætt starfandi dýralæknar eru með vakt alla virka daga frá kl. 17:00 til kl. 08:00 næsta virka dag. Á höfuðborgarsvæðinu er síminn 530 4888. Fyrir önnur landsvæði sjá hér fyrir neðan.