Þjónusta fyrir innflytjendur

Fjölmenningardeildin þjónustar innflytjendur og flóttafólk sem búa á Íslandi. Þar geturðu fengið upplýsingar um réttindi þín á Íslandi, hvernig daglegt líf og stjórnsýsla er hérlendis. Einnig er stutt við flutning til og frá Íslandi. Stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök geta líka fengið upplýsingar og aðstoð við málefni innflytjenda. Ýmsar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Fjölmenningardeildar, til dæmis:

Þú getur fengið tungumálatúlkun til að tala við ráðgjafa Fjölmenningardeildar. Það er aðgengi fyrir hjólastól á staðnum en samt best að láta vita fyrirfram. Það er ekki boðið upp á táknmálstúlkun.

Fjölmenningardeild VMST er á Grensásvegi 9, Reykjavík en þjónustar allt landið. Skrifstofan frá opin á virkum dögum frá 9 til 2. Best er að hringja í síma 450 3090 eða senda tölvupóst á mcc@vmst.is.

Fjölmenningardeildin veitir innflytjendum á Íslandi upplýsingar um réttindi sín.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Mannréttinda­skrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Samtökin '78

Samtökin ’78

Samtökin 78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og ungmenni, meðal annars það sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Heiðursofbeldi

Heiðursofbeldi er þegar einhver beitir þig ofbeldi til að verja heiður fjölskyldunnar, oft náinn ættingi. Þegar heiður er settur ofar mannréttindum þínum, þá er það ofbeldi.

Manneska situr á hnjánum á gólfinu. Hún er leið á svip, með lokuð augun og höfuðið lítur niður til jarðar.

Fjárhagslegt ofbeldi

Enginn hefur rétt á að nota þína peninga eða stjórna því hvernig þú notar þá. Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.