
Fjölmenningardeild VMST
Hjá Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín og ýmsa nauðsynlega þjónustu.

Ráðgjafaþjónusta fyrir innflytjendur
Fjölmenningardeildin þjónustar innflytjendur og flóttafólk sem búa á Íslandi.
Þar geturðu fengið upplýsingar um:
- réttindi þín á Íslandi
- hvernig daglegt líf og stjórnsýsla er á Íslandi
- hvað þarf að hafa í huga varðandi flutning til og frá Íslandi.
Stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök geta líka fengið upplýsingar og aðstoð varðandi málefni innflytjenda.
Ýmsar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Fjölmenningardeildar, til dæmis:
Ráðgjafar tala ýmis tungumál svo sem ensku, pólsku, spænsku, arabísku og úkraínsku. Þú getur líka óskað eftir tungumálatúlkun en ekki er boðið upp á táknmálstúlkun. Það er aðgengi fyrir hjólastól.
Ráðgjafaþjónustan er á Grensásvegi 9, Reykjavík en þjónustar allt landið. Skrifstofan er opin á virkum dögum frá 9 til 13 en lokar kl. 12 á föstudögum. Best er að hringja í síma 450 3090 eða senda tölvupóst á mcc@vmst.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Grensásvegur 9. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Aðgengi fyrir hjólastóla. Ekki táknmálstúlkun.Tungumál
Tungumálatúlkun.
Ráðgjafaþjónustan veitir innflytjendum á Íslandi upplýsingar um réttindi sín.



Heiðursofbeldi
Heiðursofbeldi er þegar einhver beitir þig ofbeldi til að verja heiður fjölskyldunnar, oft náinn ættingi. Þegar heiður er settur ofar mannréttindum þínum, þá er það ofbeldi.

Fjárhagslegt ofbeldi
Enginn hefur rétt á að nota þína peninga eða stjórna því hvernig þú notar þá. Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál.
