Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk 12 til 25 ára. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bergið Headspace

Fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks

Bergið headspace veitir ókeypis ráðgjöf og stuðning fyrir ungt fólk á aldrinum 12-25 ára, án skilyrða og tilvísana. Allir ráðgjafar Bergsins eru sérfræðingar með starfsleyfi og fimm ára háskólamenntun, auk víðtækrar reynslu af vinnu með ungu fólki. Þjónustan er lágþröskuldaúrræði og felur í sér snemmtæka íhlutun. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Til að komast í þjónustu Bergsins skráir þú þig á bergid.is.

Bergið er með starfsemi í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Akureyri.

Þangað er hægt að komast í hjólastól. Ráðgjafar tala íslensku og ensku. Þú getur fengið táknmálstúlkun og tungumálatúlkun ef þú þarft.

Bergið er opið virka daga frá 9 til 17. Utan opnunartíma getur þú sent tölvupóst á bergid@bergid.is.

Bergið veitir stuðning og ráðgjöf fyrir ungt fólk. Hafðu samband. Við hlustum.

Viltu vita meira um Bergið?

Sólborg, stofnandi instagram reikningsins Fávitar, og Sigurþóra, framkvæmdastjóri Bergsins, spjalla um Fávita, Bergið og málefni ungs fólks í dag. Bergið hjálpar ungu fólki sem líður illa. Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Myndin sýnir aðstöðu Vopnabúrsins. Þar má sjá bjart herbergi með myndum á veggjum þar sem er mikið af allskonar íþróttadóti, þar á meðal golfkylfur, lyftingalóð og ýmiskonar boltar.

Vopnabúrið

Vopnabúrið er líkamsræktar- og tómstundastöð sem býður upp á ráðgjöf og stuðning við börn og unglinga sem glíma við einhvers konar vandamál.

Heilsugæslan

Á heilsugæslunni starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og sálfræðingar sem geta hjálpað þér.

Samþykki

Samþykki þýðir að gefa samþykki fyrir kynlífi eða kynferðislegum hlutum af frjálsum vilja.

Maður í rauðri peysu leggur vinstri hönd á hjarta og teygir hægri hönd út

Fræðsla um ofbeldi

Ofbeldi gengur út á að stjórna, hræða og niðurlægja hinn aðilann til að ná yfirráðum og viðhalda stjórn. Ofbeldi á sér stað óháð kyni, aldri, kynhneigð eða hverju öðru. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi.

Unglingstelpa situr með snjallsíma og heyrnatól, í loftinu er ský sem stendur á 13 til 18 ára