Hvað gerir réttindagæslumaður?

Þú getur haft samband við réttindagæslumann ef einhver hefur brotið á rétti þínum eða beitt þig ofbeldi. Réttindagæslumaður getur verið hjá þér og stutt þig þegar þú talar við lögreglu. Hann getur líka veitt aðstoð ef þú átt erfitt með að tala.

Þú getur fengið að tala við réttindagæslumann með nokkrum leiðum.

Myndband um Réttindagæsluna

Meiri aðstoð

Sjá alla aðstoð

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Ofbeldi gegn fötluðu fólki

Ofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað sem meiðir þig eða lætur þér líða illa. Ofbeldi gegn fötluðu fólki er margs konar. Fatlað fólk er í meiri áhættu fyrir því að verða fyrir ofbeldi en ófatlað fólk.

Manneskja situr í hjólastól. Hún snýr frá okkur og horfir upp í vindinn. Mikið og liðað hár sveiflast í vindinum.

Vanræksla

Vanræksla er tegund af ofbeldi sem birtist hjá fólki sem þarf aðstoð, td. eldra fólk, fatlað fólk eða börn. Það er vanræksla þegar manneskja fær ekki þá aðstoð sem hún þarf til að líða vel.

Vanræksla - kona situr og heldur um fætur sínar, með mjög mikið hár sem fýkur til vinstri