
Réttindagæslumaður
Réttindagæslumaður hjálpar fötluðu fólki að ná fram rétti sínum.

Hvað gerir réttindagæslumaður?
Þú getur haft samband við réttindagæslumann ef einhver hefur brotið á rétti þínum eða beitt þig ofbeldi. Réttindagæslumaður getur verið hjá þér og stutt þig þegar þú talar við lögreglu. Hann getur líka veitt aðstoð ef þú átt erfitt með að tala.
Þú getur fengið að tala við réttindagæslumann með nokkrum leiðum.
- Hringja í síma 554 8100. Síminn er opinn frá 9 til 2 alla virka daga.
- Senda tölvupóst á postur@rettindagaesla.is.
- Óska eftir símtali eða tölvupósti á vefnum.
Símanúmer
Tölvupóstur
Tungumál
Íslenska, English, dansk, español. Tungumála- og táknmáls-túlkun í boði.
Myndband um Réttindagæsluna
Hér er fræðsla á hljóðskrá um ofbeldi gegn fötluðu fólki



Ofbeldi gegn fötluðu fólki
Ofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað sem meiðir þig eða lætur þér líða illa. Ofbeldi gegn fötluðu fólki er margs konar. Fatlað fólk er í meiri áhættu fyrir því að verða fyrir ofbeldi en ófatlað fólk.

Vanræksla
Vanræksla er tegund af ofbeldi sem birtist hjá fólki sem þarf aðstoð, td. eldra fólk, fatlað fólk eða börn. Það er vanræksla þegar manneskja fær ekki þá aðstoð sem hún þarf til að líða vel.
