Ofbeldisvarnarskólinn

Ofbeldisforvarnaskólinn býður upp á tvö staðnámskeið fyrir kennara, starfsfólk félagsmiðstöðva, þjálfara og fólk almennt sem vinnur með börnum.

  • Námsaðferðir óformlegs náms í ofbeldisforvörnum
  • Áhorfendanálgun sem verkfæri til að breyta menningu

Skólinn býður líka upp á netnámskeið, eins og yfirstrikid.is sem er ætlað unglingum.

Skólinn tekur að sér að skipuleggja starfsdaga fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem fókusinn er á forvörnum gegn ofbeldi og að bæta menningu á vinnustaðnum.

Einnig heldur skólinn fyrirlestra og kynningar þar sem farið er yfir forvarnir gegn mismunandi tegundum ofbeldis.