OFSi

Markmið Ofbeldisforvarnarskólans er að kenna forvarnir gegn ofbeldi.

Ofbeldisvarnarskólinn

Ofbeldisforvarnaskólinn býður upp á tvö staðnámskeið fyrir kennara, starfsfólk félagsmiðstöðva, þjálfara og fólk almennt sem vinnur með börnum.

  • Námsaðferðir óformlegs náms í ofbeldisforvörnum
  • Áhorfendanálgun sem verkfæri til að breyta menningu

Skólinn býður líka upp á netnámskeið, eins og yfirstrikid.is sem er ætlað unglingum.

Skólinn tekur að sér að skipuleggja starfsdaga fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem fókusinn er á forvörnum gegn ofbeldi og að bæta menningu á vinnustaðnum.

Einnig heldur skólinn fyrirlestra og kynningar þar sem farið er yfir forvarnir gegn mismunandi tegundum ofbeldis.

Slagsmál ungmenna

Gróf slagsmál og einelti hafa alvarlegar og ævilangar afleiðingar.

Leitt barn situr eitt og nokkrar hendur í skugga benda á það.

Einelti hjá börnum

Þegar einn eða fleiri eru oft leiðinlegir við sömu manneskjuna er það einelti.

Stórar hendur verja barn.

Hvernig er hægt að stöðva einelti?

Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Til að geta stöðvað einelti er mikilvægt að þekkja vísbendingarnar.