
OFSi
Markmið Ofbeldisforvarnarskólans er að kenna forvarnir gegn ofbeldi.

Ofbeldisvarnarskólinn
Ofbeldisforvarnaskólinn hefur það að markmiði að miðla áhrifaríkum forvörnum gegn ofbeldi. Unnið er að því markmiði meðal annars með rannsóknum, gerð námsefnis, námskeiðahaldi, þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og vinnu við árvekniátök.
- Unnið er að gerð margs konar náms- og þjálfunarefnis ætlaðs til forvarna gegn ofbeldi. Lögð er áhersla á að veita ókeypis aðgang að þessu efni hvenær sem því verður viðkomið og má nálgast það á heimasíðu skólans.
- Boðið er upp á fræðslu fyrir bæði börn og fullorðna, en megináherslan er lögð á fræðslu fyrir fullorðna í nærumhverfi barna og unglinga – svo sem kennara, starfsfólk félagsmiðstöðva og aðra sem vinna með börnum, foreldra og aðra umönnunaraðila. Að baki þessari stefnu liggur sú hugsjón að börnum sé fyrir bestu að forvarnir séu unnar af því fólki sem þeim stendur næst, til að opna umræðuna og sýna að hægt sé að leita til fullorðinna í nærumhverfinu.
Ofbeldisforvarnaskólinn tekur einnig að sér að skipuleggja starfsdaga fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem áhersla er lögð á forvarnir gegn ofbeldi og að bæta vinnustaðamenningu.
Símanúmer
Tölvupóstur


