Stuðningur fyrir hinsegin fólk

Samtökin ’78 eru félagasamtök hinsegins fólk. Samtökin bjóða upp á ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, þar á meðal vegna ofbeldis. Markmið samtakanna er að styðja hvern og einn, veita aðstoð og vera til staðar. Þú ert aldrei ein, einn eða eitt. Fyrstu þrír tímar í ráðgjöfinni kosta ekki neitt. Ef þú vilt koma oftar geturðu samið um greiðslur og jafnvel fengið niðurgreitt af ríkinu.

Þangað er hægt að komast í hjólastól. Allir viðburðir samtakanna eru haldnir í aðgengilegu húsnæði. Þú getur fengið tungumála- og táknmálstúlkun ef þú þarft.

Samtökin ’78 eru á Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þar er opið á virkum dögum frá 13 til 16. Best er að bóka tíma á vefsíðunni þeirra. Þú getur líka hringt í síma 552 7878 eða sent þeim tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is.

Samtökin ’78 hjálpa öllu hinsegin fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Þú ert velkomin/nn/ð.

Hinsegin félagsmiðstöð fyrir 13 til 15 ára

Ert þú á aldrinum 13 til 15 ára og ert hinsegin, í hinsegin pælingum, áhugasamur/söm/samt um hinsegin málefni eða hreinlega langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin? Þú þarft ekki að skilgreina þig, bara koma, mæta og hafa gaman.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Trúarofbeldi

Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.

Manneskja á myndinni er alvarlega á svip og lítur niður. Hún er með hægri höndina á hjartastað en vinstri höndin er útrétt eins og faðmurinn sé opinn.

Heiðursofbeldi

Heiðursofbeldi er þegar einhver beitir þig ofbeldi til að verja heiður fjölskyldunnar, oft náinn ættingi. Þegar heiður er settur ofar mannréttindum þínum, þá er það ofbeldi.

Manneska situr á hnjánum á gólfinu. Hún er leið á svip, með lokuð augun og höfuðið lítur niður til jarðar.