
Samtökin '78
Samtökin 78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og ungmenni, meðal annars það sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Stuðningur fyrir hinsegin fólk
Samtökin ’78 eru félagasamtök hinsegins fólk. Samtökin bjóða upp á ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, þar á meðal vegna ofbeldis. Markmið samtakanna er að styðja hvern og einn, veita aðstoð og vera til staðar. Þú ert aldrei ein, einn eða eitt. Fyrstu þrír tímar í ráðgjöfinni kosta ekki neitt. Ef þú vilt koma oftar geturðu samið um greiðslur og jafnvel fengið niðurgreitt af ríkinu.
Þangað er hægt að komast í hjólastól. Allir viðburðir samtakanna eru haldnir í aðgengilegu húsnæði. Þú getur fengið tungumála- og táknmálstúlkun ef þú þarft.
Samtökin ’78 eru á Suðurgötu 3 í Reykjavík. Þar er opið á virkum dögum frá 13 til 16. Best er að bóka tíma á vefsíðunni þeirra. Þú getur líka hringt í síma 552 7878 eða sent þeim tölvupóst á skrifstofa@samtokin78.is.
Símanúmer
Heimilisfang
Suðurgata 3, 101 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Gott aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Íslenska, English, Polski, Spanish, Francais. Tungumála- og táknmálstúlkun.
Samtökin ’78 hjálpa öllu hinsegin fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Þú ert velkomin/nn/ð.
Hinsegin félagsmiðstöð fyrir 13 til 15 ára
Ert þú á aldrinum 13 til 15 ára og ert hinsegin, í hinsegin pælingum, áhugasamur/söm/samt um hinsegin málefni eða hreinlega langar að koma í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin? Þú þarft ekki að skilgreina þig, bara koma, mæta og hafa gaman.
Viltu vita meira?



Ofbeldi gegn hinsegin fólki
Hinsegin fólk er minnihlutahópur á Íslandi og minnihlutahópum er oft ýtt á jaðar samfélagsins. Þetta er kallað jaðarsetning. Jaðarsettir hópar þurfa oft að komast yfir hindranir sem aðrir hópar þurfa ekki að hugsa um.

Trúarofbeldi
Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.
