Hjálp til sjálfshjálpar

Vopnabúrið býður uppá umhverfis- og samtalsmeðferð í gegnum íþróttir, tómstundir og áhugamál þar sem unnið er með áföll og erfiðar upplifanir einstaklinga. Horft er sérstaklega til þeirra styrkleika sem einstaklingar búa yfir og þeim veitt frekari athygli sem verður svo rauði þráðurinn í starfinu. Þá er unnið með grunngildin svefn, næring og hreyfing og horft til þess að bætrum bæta jafnvægi einstaklinga andlega jafnt sem líkamlega í leik og starfi. Horft er ávallt til þess að tengja einstaklinga útí samfélagið t.a.m. frekari virkni félagslega, í námi, atvinnu og/eða íþróttum ofl.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Bergið headspace

Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Foreldrahús

Foreldrahús veitir börnum, unglingum og foreldrum ráðgjöf, meðal annars vegna áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga, áhættuhegðunar og hegðunarvanda. Foreldrasíminn 581 1799 er opinn allan sólarhringinn.

Lands­teymið

Landsteymið hjálpar öllum sem tengjast skólasamfélaginu, frá leikskóla til framhaldsskóla.

Áhættuhegðun

Áhættuhegðun barns er þegar barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar eða er líklegt til að skaða heilsu þess og þroska. Til dæmis vímuefnaneysla, sjálfskaði, ofbeldi gagnvart öðrum og afbrot.

Manneskja í fjötrum. Hún er með lokuð augu og er leið á svipinn og heldur þétt utan um sig. Rauður þykkur borði er vafinn utan um hana.

Slagsmál ungmenna

Líkamsárásir geta haft mjög alvarlegar afleiðingar, fyrir alla sem tengjast ofbeldinu. Fólk sem horfir á og hvetur slagsmálin áfram eða gerir ekki neitt er að taka þátt í ofbeldinu.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.