
Aflið á Akureyri
Aflið hjálpar fólki sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi.

Aflið býður upp á stuðning og sjálfshjálparstarf
Aflið eru samtök sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum, kynferðisofbeldi eða hvers konar öðru ofbeldi. Þú getur fengið bæði einstaklingsráðgjöf og tekið þátt í hópastarfi. Aðstandendur eru velkomnir. Það kostar ekkert að tala við ráðgjafa.
Í einstaklingsviðtölum er veittur stuðningur við að koma ofbeldisreynslunni í orð og skoða afleiðingarnar sem ofbeldið hefur haft. Þetta getur reynst mörgum erfitt skref og er fullur skilningur á því innan Aflsins. Ráðgjafar mæta fólki á jafningagrundvelli. Þú stjórnar því hversu hratt og djúpt er unnið í viðtölunum.
Það er ekki lyfta í húsinu þannig að ef þú notar hjólastól kemst þú kannski ekki inn. Þá getur þú bókað tíma hjá ráðgjafa á öðrum stað sem þú getur komist á í hjólastólnum. Þú getur talað íslensku eða ensku við ráðgjafa. Ef óskað er eftir tungumála- eða táknmálstúlki er best að láta vita fyrirfram.
Aflið er í Aðalstræti 14 á Akureyri. Þjónusta er einnig veitt á Blönduósi, Egilsstöðum, Húsavík, Reyðarfirði og Siglufirði. Þú getur bókað tíma með því að hringja í síma 461 5959 frá 9 til 12 á þriðjudögum og miðvikudögum eða senda tölvupóst á aflidak@aflidak.is
Símanúmer
Heimilisfang
Aðalstræti 14, 600 Akureyri. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Ekki aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Íslenska, English, tungumálatúlkun og táknmálstúlkun.
Aflið hjálpar öllum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi.
Trúarofbeldi
Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.

Stafrænt ofbeldi
Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.