
Aflið á Akureyri
Aflið hjálpar fólki sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi.

Aflið býður upp á stuðning og sjálfshjálparstarf
Aflið veitir ráðgjöf til þolenda ofbeldis og aðstandenda þeirra.
Aflið eru samtök sem hjálpa fólki sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi. Hægt er að fá bæði einstaklingsráðgjöf og taka þátt í hópastarfi. Aðstandendur eru velkomnir. Það kostar ekkert að nýta sér þjónustu Aflsins.
Í einstaklingsviðtölum er veittur stuðningur. Hugmyndafræði Aflsins byggir á áfalla- og þolendamiðaðri þjónustu. Innan þeirrar hugmyndafræði eru ráðgjafar meðvitaðir um algengi áfalla og þau áhrif sem áföll og erfið reynsla hefur á virkni einstaklinga. Markmið áfallamiðaðrar þjónustu er ekki að vinna með áföllin sjálf heldur að vinna með erfiðleika og áskoranir einstaklingsins sem komið hafa til vegna áfalla. Allir ráðgjafar Aflsins eru háskólamenntaðir einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn.
Það er ekki lyfta í húsinu þannig að ef þú notar hjólastól kemst þú kannski ekki inn. Þá getur þú bókað tíma hjá ráðgjafa á öðrum stað sem þú getur komist á í hjólastólnum. Þú getur talað íslensku eða ensku við ráðgjafa. Ef óskað er eftir tungumála- eða táknmálstúlki er best að láta vita fyrir fram.
Aflið er í Aðalstræti 14 á Akureyri. Þjónusta er einnig veitt á Blönduósi, Egilsstöðum, Húsavík, Reyðarfirði og Siglufirði. Þú getur bókað tíma með því að hringja í síma 461 5959 frá 9 til 13 á þriðjudögum og miðvikudögum eða senda tölvupóst á aflidak@aflidak.is. Einnig er hægt að panta tíma á www.noona.is/aflid
Símanúmer
Heimilisfang
Aðalstræti 14, 600 Akureyri. Skoða á kortiTölvupóstur
Vefsíða
Aðgengi
Ekki aðgengi fyrir hjólastóla.Tungumál
Íslenska, English, tungumálatúlkun og táknmálstúlkun.
Aflið hjálpar öllum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi.
Trúarofbeldi
Þegar einhver notar andlega vinnu eða trúarbrögð til að hræða þig, særa þig eða stjórna þér kallast það trúarofbeldi.

Stafrænt ofbeldi
Stafrænt ofbeldi, eða netofbeldi, er það þegar einhver notar tæki eða tækni til að fylgjast með þér, ógna þér, áreita þig eða niðurlægja þig.