Allir foreldrar geta leitað til Sjónarhóls.

Sjónarhóll er ráðgjafamiðstöð fyrir fjölskyldur barna með stuðningsþarfir.

  • Þjónustan er ókeypis.
  • Það er ekki þörf á tilvísunum.
  • Ekki er þörf á formlegri greiningu.
  • Hvert mál er metið fyrir sig og reynt að finna lausnir og ráð sem virka fyrir barnið og fjölskyldu þess.
  • Allir eru velkomnir.

Hvað getur Sjónarhóll gert fyrir þig?

  • Hjálpar þér að fá yfirsýn yfir stöðuna.
  • Leiðbeinir um hvaða möguleikar eru til boða og hvert er hægt að leita.
  • Aðstoðar fjölskyldur í samskiptum við fagfólk.
  • Áherslan er að gæta hagsmuna barnsins.
  • Hægt er að fá aðstoðina með til dæmis viðtali, símaráðgjöf, fjarfundum og fleira.
  • Sjónarhóll er einnig með vefsíðu sem hefur mikið af upplýsingum og fræðsluefni.

Hvernig er best að hafa samband?

  • Þú byrjar með að fara á vefsíðu Sjónarhóls og á undirsíðuna „Hafðu samband.“
  • Ráðgjafar fara yfir ný mál á mánudögum og hafa svo samband við þig.
  • Það er líka hægt að hringja í síma 535 1900 á virkum dögum frá 9:00 til 11:00.