Viltu tala við einhvern í trúnaði?

Þú getur hringt í símanúmerið 1717 eða talað gegnum netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Þjálfað og reynslumikið fólk á öllum aldri sjá um að svara. Þú getur talað um hvað sem þú vilt. Þú getur fengið sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar. Bæði síminn og netspjallið er ókeypis.

Þegar þú skráir þig inn á Netspjallið er beðið um nafn eða netfang en þú þarft ekki að gefa upp rétt nafn eða netfang.

Hér eru dæmi um hluti sem þú getur talað um:

  • Ofbeldi
  • Kvíði
  • Þunglyndi
  • Sjálfsvígshugsanir
  • Einmanaleiki
  • Einelti
  • Fíkn
  • Kynlíf
  • Áföll
  • Fjármál
  • Hvað sem er annað

Ekkert vandamál er of lítið eða stórt.

Ef þú talar ekki íslensku geturðu beðið um að fá að tala á ensku eða pólsku.

Þú getur alltaf heyrt í 1717. Það er fullur trúnaður og nafnleynd.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Samtökin '78

Samtökin ’78

Samtökin 78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og ungmenni, meðal annars það sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Andlegt ofbeldi

Andlegt ofbeldi er þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa. Það getur verið bæði með orðum og hegðun.

Manneskja situr í hjólastól. Hún snýr frá okkur og horfir upp í vindinn. Mikið og liðað hár sveiflast í vindinum.

Leiðarvísir fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Hefur þú orðið fyrir kynferðisbroti? Hér er leiðarvísir sem lýsir hverju skrefi, frá broti til dóms og hvað gerist eftir það.

Manneskja lítur í gegnum stóran sjónauka. Hún horfir yfir hægri öxlina á okkur.