Öruggt umhverfi

Samskiptaráðgjafi aðstoðar öll í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Einelti, áreitni og hvers konar ofbeldi er ekki liðið innan íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Þú getur talað við samskiptaráðgjafa og fengið ókeypis ráðgjöf vegna atvika sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Samskiptaráðgjafi hjálpar við að koma kvörtun á framfæri við rétt yfirvöld.

Öll sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þau telja sig hafa orðið fyrir eða orðið vitni að í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Þar á meðal börn, ungmenni og fullorðnir, þátttakendur, iðkendur, starfsmenn, sjálfboðaliðar og stjórnarfólk.

Þú getur pantað viðtalstíma eða fengið upplýsingar í síma 839 9100 eða 7839100. Það er líka hægt að senda tölvupóst á samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is.

Það er opinn símatími alla þriðjudaga frá 10 til 11. Þú getur líka reynt að hringja á dagvinnutíma utan símatíma og þá er svarað ef samskiptaráðgjafi er á lausu. Þegar haft er samband við samskiptaráðgjafa er unnið eftir ákveðnu ferli.

Meiri aðstoð

Sjá alla aðstoð

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Fagráð eineltismála

Ef þú ert í grunn- eða framhaldsskóla og færð ekki úrlausn á eineltismáli geturðu leitað til fagráðs eineltismála.

Manneskja leiðir aðra manneskju í gegnum stóra gátt inn í bjartan himinn.

Félagsþjónusta sveitar­félaga

Félags- og velferðarþjónustur sveitarfélaganna veita fjölbreyttan stuðning við einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þar er hægt að fá stuðning vegna ofbeldis.

Lands­teymið

Landsteymið hjálpar öllum sem tengjast skólasamfélaginu, frá leikskóla til framhaldsskóla.

Einelti

Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Til að geta stöðvað einelti er mikilvægt að þekkja vísbendingarnar.

Manneskja styður höndum á gagnaugun. Henni líður greinilega illa. Eldingar eru teiknaðar hjá höfðinu.

Talaðu við börnin um örugg netsamskipti

Það besta sem þú getur gert til að vernda barnið þitt frá stafrænu ofbeldi, neteinelti og óviðeigandi netsamskiptum er að tala opinskátt við þau um þessi mál.