Samskiptaráðgjafi
Samskiptaráðgjafi er hér til að hlusta, styðja þig og aðstoða með öll mál sem snerta óeðlileg samskipti eða áreiti við íþróttaiðkun eða æskulýðsstörf.
Öruggt umhverfi
Samskiptaráðgjafi aðstoðar öll í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Einelti, áreitni og hvers konar ofbeldi er ekki liðið innan íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Þú getur talað við samskiptaráðgjafa og fengið ókeypis ráðgjöf vegna atvika sem eiga sér stað án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar. Samskiptaráðgjafi hjálpar við að koma kvörtun á framfæri við rétt yfirvöld.
Öll sem sækja skipulagðar æfingar eða félagsstarf á landinu geta leitað til samskiptaráðgjafa varðandi einelti eða ofbeldi sem þau telja sig hafa orðið fyrir eða orðið vitni að í sínu íþrótta- eða æskulýðsstarfi. Þar á meðal börn, ungmenni og fullorðnir, þátttakendur, iðkendur, starfsmenn, sjálfboðaliðar og stjórnarfólk.
Þú getur pantað viðtalstíma eða fengið upplýsingar í síma 839 9100 eða 7839100. Það er líka hægt að senda tölvupóst á samskiptaradgjafi@samskiptaradgjafi.is.
Það er opinn símatími alla þriðjudaga frá 10 til 11. Þú getur líka reynt að hringja á dagvinnutíma utan símatíma og þá er svarað ef samskiptaráðgjafi er á lausu. Þegar haft er samband við samskiptaráðgjafa er unnið eftir ákveðnu ferli.
Símanúmer
Heimilisfang
Þverholt 14, 105 Reykjavík. Skoða á kortiTölvupóstur
Aðgengi
HjólastólaaðgangurTungumál
Íslenska, English
Einelti
Einelti er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Til að geta stöðvað einelti er mikilvægt að þekkja vísbendingarnar.
Talaðu við börnin um örugg netsamskipti
Það besta sem þú getur gert til að vernda barnið þitt frá stafrænu ofbeldi, neteinelti og óviðeigandi netsamskiptum er að tala opinskátt við þau um þessi mál.