Fjölbreyttur stuðningur

Einstaklingar, fjölskyldur og börn geta fengið fjölbreyttan stuðning hjá félags- og velferðarþjónustu í sínu sveitarfélagi. Til dæmis vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda, fötlunar, ofbeldis.

Þú getur fengið félagslega ráðgjöf varðandi:

  • ofbeldi í nánu sambandi
  • fjármál
  • húsnæði
  • uppeldi
  • skilnað
  • forsjár- og umgengnismál
  • margt fleira

Flest sveitarfélög bjóða upp á öflugan stuðning fyrir fólk sem þarf á meiri aðstoð að halda, eins og heimsóknarþjónustu, aðstoð við heimilishald og tengsl við aðra þjónustu, til dæmis skólayfirvöld og heilbrigðisstofnanir.

Hafðu samband við félags- eða velferðarþjónustu í því sveitarfélagi sem þú býrð í. Þú getur fundið upplýsingar um þitt sveitarfélag á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Íbúar í Reykjavík

Í Reykjavík er unnið eftir verklagi sem kallast Saman gegn ofbeldi. Þolendur ofbeldis sem hringja á miðstöð hafa forgang og fá viðtal við fyrsta tækifæri. Upplýsingar um stuðning í Reykjavík má finna á vef Reykjavíkurborgar. Þar er listi yfir miðstöðvar þar sem hægt er að panta viðtal við ráðgjafa á þinni miðstöð með síma eða tölvupósti. Ef þú ert ekki viss um hver þín þjónustumiðstöð er geturðu séð það á þessu korti. Þú getur líka hringt í þjónustuver Reykjavíkurborgar 411 1111 til að fá meiri upplýsingar. Þar er opið frá 8:30 til 16:00.

Hafðu samband við félagsþjónustu í þínu sveitarfélagi til að fá stuðning

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Kvennaathvarf

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa vel um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

Samtökin '78

Samtökin ’78

Samtökin 78 bjóða upp á ráðgjöf fyrir hinsegin fólk og ungmenni, meðal annars það sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.

Foreldrafræðsla

Að ala upp barn er eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni sem foreldrar takast á við í lífinu. Uppeldisfærni er hins vegar hvorki meðfædd né kemur sjálfkrafa, heldur tekur tíma að tileinka sér nauðsynlega þekkingu, kunnáttu og hæfni.

Ofbeldi gegn innflytjendum

Fólk af erlendum uppruna er í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi en fólk af íslenskum uppruna. Innflytjendur sem verða fyrir ofbeldi velja oft að tilkynna það ekki af ótta við að missa dvalarleyfi sitt. Þetta getur einnig hindrað þá til að nálgast ýmsa þjónustu.

Tveir farsímar þar sem manneskjan í vinstri farsímanum teygir sig yfir til manneskjunnar í hægri farsímanum með regnhlíf. Rigningarský vomar yfir hægri farsímanum og manneskjunni þar sem er leið á svip.