Sjúkt spjall
Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.
Ertu með áhyggjur?
Sjúktspjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi. Spjallið er fyrir ungmenni yngri en 20 ára af öllum kynjum.
Á spjallinu talar þú við Sjúkást ráðgjafa sem eru þjálfaðir af Stígamótum og veita aðstoð, stuðning og upplýsingar um ýmislegt sem tengist samskiptum og ofbeldi. Þú kemur inn á spjallið á eigin forsendum og þarft ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.
Það skiptir ekki máli hvort ofbeldið eða óheilbrigðu samskiptin áttu sér stað nýlega eða fyrir löngu síðan. Þú getur alltaf spjallað. Markmiðið er að hjálpa þér að skilja hvað gerðist, að þér líði betur og fáir stuðning við að taka næstu skref.
Spjallið er opið mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld frá 8 til 10.
Engin spurning eða pæling er heimskuleg.
Hvað áttu að gera ef þú lendir í áreiti á netinu?
Börn og unglingar lenda því miður stundum í óviðeigandi hegðun á netinu, til dæmis neteinelti eða að kynferðislegum myndum sé deilt án þess að þú leyfir það.
Tæling
Sá sem beitir tælingu er oft viðkunnalegur, vinalegur og hjálpsamur. Hann reynir að vinna traust þolandans og þvinga hann til að samþykkja ofbeldið.