Leiðarvísir um réttarkerfið fyrir þolendur ofbeldis í nánu sambandi

Hvað er ofbeldi í nánu sambandi?

Ofbeldi í nánu sambandi er líka kallað heimilisofbeldi. Það er ofbeldi sem er beitt af einhverjum sem er skyldur eða tengdur þér, til dæmis af maka, fyrrverandi maka, barni, foreldri, systkini eða forsjáraðila. Það skiptir ekki máli hvar ofbeldið á sér stað og gerandi og þolandi þurfa ekki að búa saman eða vera giftir.

Ofbeldið getur verið af mörgum toga, til dæmis andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, stafrænt eða heiðursofbeldi. Algengt er að nauðungarstjórnun sé beitt. Það er ólöglegt að beita annað fólk ofbeldi.

Hvað er réttarkerfi?

Réttarkerfi er samheiti yfir lögreglu, ákæruvald (ríkissaksóknari, héraðssaksóknari og lögreglustjórar) og dómstóla. Þegar mál er tilkynnt til lögreglu fer fram rannsókn, síðan metur ákæruvaldið hvort það verði ákært og sent til dómstóla.

Hvað gerist þegar lögreglan fær tilkynningu um ofbeldið?

Það er algengt að lögreglan sé kölluð á vettvang vegna ofbeldis í nánu sambandi en það er líka hægt að tilkynna það hvenær sem er til lögreglu.

Ef lögreglan metur að brot hafi átt sér stað hefst rannsókn samkvæmt verklagsreglum um heimilisofbeldi. Málið fer þá í gegnum ákveðið ferli innan réttarkerfisins. Ef ekki eru næg gögn til að taka málið áfram getur tilkynning samt styrkt það síðar.

Ferlið getur verið krefjandi og tekið tíma. Það er samt eina leiðin til að láta gerandann svara til saka. Þessi leiðarvísir reynir að útskýra skref fyrir skref hvernig ferlið gengur fyrir sig fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.

1. Byrjaðu hér

Tvær manneskju í blómakrónu. Önnur er leið. Hin er ánægð. Þær teygja sig í áttina að hvor annarri. Á myndinni lítur út eins og þær muni haldast í hendur mjög fljótlega.

Gott fyrsta skref er að leita aðstoðar hjá miðstöð fyrir þolendur ofbeldis eða á heilbrigðisstofnun.

2. Ofbeldið tilkynnt til lögreglu

Ofbeldi í nánu sambandi er tekið mjög alvarlega hjá lögreglunni. Ef lögregla metur að brot sé að ræða rannsakar hún málið, hvort sem þú ákveður að kæra eða ekki.

3. Málið rannsakað

Hendur halda á tveimur stórum pússluspilum og eru að setja þau saman.

Þegar lögregla er komin með vitneskju um að brot hafi verið framið hefst rannsókn á því.

4. Sótt um bætur

Þú átt rétt á því að sækja um bætur. Réttargæslumaðurinn þinn sækir um bæturnar fyrir þína hönd.

5. Ákært eða fellt niður?

Hendur halda á opinni bók

Ef málið berst héraðssaksóknara er tekin ákvörðun þar um hvort skuli ákært í málinu eða það fellt niður.

6. Málið fer fyrir dóm

Manneskja með tölvutösku í hendinni stendur við þunga hurð.

Þegar ákæruvaldið hefur gefið út ákæru á hendur geranda er málið flutt fyrir héraðsdómi. Þá mætir þú í dómsal og segir frá þinni upplifun.

7. Málinu lokið

Hendur halda á skjali

Nú er komið að því að dómur sé kveðinn upp við héraðsdóm.

8. Eftir dóm

Manneskja stendur við opinn glugga og horfir út. Við horfum á hana utan frá þar sem gluggahlerarnir hafa verið opnaðir út.

Þegar dómur hefur fallið, hvort sem það var með sekt eða sýknu, geta alls konar tilfinningar komið upp.

Sjá líka:

Réttargæslumaður

Þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis í réttarkerfinu eiga rétt á að fá réttargæslumann.

Skilnaður og sambúðarslit

Sambandsslit eftir ofbeldissamband geta verið erfið og oft heldur andlegt ofbeldi áfram í því ferli.