Hvað er ofbeldi í nánu sambandi?
Ofbeldi í nánu sambandi er líka kallað heimilisofbeldi. Það er ofbeldi sem er beitt af einhverjum sem er skyldur eða tengdur þér, til dæmis af maka, fyrrverandi maka, barni, foreldri, systkini eða forsjáraðila. Það skiptir ekki máli hvar ofbeldið á sér stað og gerandi og þolandi þurfa ekki að búa saman eða vera giftir.
Ofbeldið getur verið af mörgum toga, til dæmis andlegt, líkamlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt, stafrænt eða heiðursofbeldi. Algengt er að nauðungarstjórnun sé beitt. Það er ólöglegt að beita annað fólk ofbeldi.