Sekt eða sýkna
Nú kemur í ljós hvort gerandinn þurfi að sæta refsingu eða hvort hann er sýknaður.
Sýknudómur
Ef gerandi er ekki dæmdur sekur fannst dómaranum ekki hægt að sanna án nokkurs vafa að brotið hafi átt sér stað. Það þýðir ekki að dómarinn trúi þér ekki.
Það getur verið erfitt að sætta sig við að gerandinn fái enga refsingu. Þess vegna er mikilvægt að þú hugsir um þig og þína andlegu heilsu. Það er gott að fá stuðning hjá fjölskyldu og vinum, ásamt sálfræðingi eða ráðgjöfum þolendamiðstöðva.
Sakfelling
Gerandi þinn hefur verið dæmdur sekur fyrir að hafa brotið á þér. Þetta getur hjálpað þér við að halda áfram með þitt líf, en það er líka eðlilegt að alls konar tilfinningar komi upp. Það er alltaf mikilvægt að þú hugsir áfram um þína andlegu heilsu.
Dómari ákveður hvort gerandi fari í fangelsi og hversu lengi. Lengd afplánunarinnar getur farið eftir ýmsum hlutum, meðal annars aldri, fyrri brotum og hversu líklegt sé að hann brjóti af sér aftur.
Óskilorðsbundinn dómur
Hinn ákærði er dæmdur í fangelsi.
Skilorðsbundinn dómur
Ákvörðun um refsingu er frestað gegn því að sakborningurinn brjóti ekki af sér á þeim tíma. Heimilt er að setja hinum dæmda frekari skilyrði, svo sem að viðkomandi megi ekki neyta áfengis eða annarra vímuefna.