Stjórnun gegnum fjármál
Enginn hefur rétt á að nota þína peninga eða stjórna því hvernig þú notar þá. Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál. Það getur til dæmis verið með því að ákveða hvað þú mátt og mátt ekki kaupa, neita þér um að fá peningana þína eða svíkja af þér peninga.
Manneskja sem verður fyrir fjárhagslegu ofbeldi getur einangrast og misst sjálfstæði sitt. Hún er oft fjárhagslega háð þeim sem beita ofbeldinu og því getur verið mjög erfitt að slíta sambandinu.
Það er fjárhagslegt ofbeldi ef viðkomandi:
- Skammtar þér vasapening af sameiginlegum peningum og fylgist ítarlega með því hvað þú kaupir.
- Millifærir launin þín inn á sinn bankareikning og neitar þér um aðgang.
- Kemur í veg fyrir að þú sjáir upplýsingar um sameiginlega bankareikninga.
- Bannar þér að vinna eða takmarkar vinnutíma þinn.
- Notar sameiginlega fjármuni ykkar í óþarfa, án þíns leyfis.
- Notar peninga til að stjórna þér, af því þú átt lítið af þeim.
- Skráir þig fyrir sameiginlegum skuldum ykkar.
- Verslar með kortinu þínu, án leyfis.
- Tekur lán í þínu nafni, án leyfis.
Fáðu hjálp
Það er alltaf betra að segja einhverjum frá hvernig þér líður. Þú getur haft samband við miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis sem sérhæfa sig í stuðningi við ofbeldi (18 ára og eldri). Ráðgjöfin er ókeypis og engu máli skiptir hversu langt er síðan ofbeldið átti sér stað.
Börn og fullorðnir geta alltaf talað við einhvern hjá 1717 (hjálparsíma Rauða krossins) eða haft samband við 112 gegnum síma eða netspjall.