Stjórnun gegnum fjármál
Enginn hefur rétt á að nota þína peninga eða stjórna því hvernig þú notar þá. Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál. Það getur til dæmis verið með því að ákveða hvað þú mátt og mátt ekki kaupa, neita þér um að fá peningana þína eða svíkja af þér peninga.
Manneskja sem verður fyrir fjárhagslegu ofbeldi getur einangrast og misst sjálfstæði sitt. Hún er oft fjárhagslega háð þeim sem beita ofbeldinu og því getur verið mjög erfitt að slíta sambandinu.
















