Fjárhagslegt ofbeldi

Fjárhagslegt ofbeldi er þegar einhver svíkur af þér peninga, tekur peninga þína af þér eða neitar að láta þig fá peningana þína.

Hendi heldur uppi sparibauk.

Stjórnun gegnum fjármál

Enginn hefur rétt á að nota þína peninga eða stjórna því hvernig þú notar þá. Fjárhagslegt ofbeldi er notað til að stjórna manneskju gegnum fjármál. Það getur til dæmis verið með því að ákveða hvað þú mátt og mátt ekki kaupa, neita þér um að fá peningana þína eða svíkja af þér peninga.

Manneskja sem verður fyrir fjárhagslegu ofbeldi getur einangrast og misst sjálfstæði sitt. Hún er oft fjárhagslega háð þeim sem beita ofbeldinu og því getur verið mjög erfitt að slíta sambandinu.

Það er fjárhagslegt ofbeldi ef viðkomandi:

  • Skammtar þér vasapening af sameiginlegum peningum og fylgist ítarlega með því hvað þú kaupir.
  • Millifærir launin þín inn á sinn bankareikning og neitar þér um aðgang.
  • Kemur í veg fyrir að þú sjáir upplýsingar um sameiginlega bankareikninga.
  • Bannar þér að vinna eða takmarkar vinnutíma þinn.
  • Notar sameiginlega fjármuni ykkar í óþarfa, án þíns leyfis.
  • Notar peninga til að stjórna þér, af því þú átt lítið af þeim.
  • Skráir þig fyrir sameiginlegum skuldum ykkar.
  • Verslar með kortinu þínu, án leyfis.
  • Tekur lán í þínu nafni, án leyfis.

Fáðu hjálp

Það er alltaf betra að segja einhverjum frá hvernig þér líður. Þú getur haft samband við miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis sem sérhæfa sig í stuðningi við ofbeldi (18 ára og eldri). Ráðgjöfin er ókeypis og engu máli skiptir hversu langt er síðan ofbeldið átti sér stað.

Börn og fullorðnir geta alltaf talað við einhvern hjá 1717 (hjálparsíma Rauða krossins) eða haft samband við 112 gegnum síma eða netspjall.

Leiðarvísir um réttarkerfið fyrir þolendur heimilisofbeldis

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi
Eldri maður hugsi.

Ólafur

Ólafur er nægjusamur maður sem er nýorðinn 80 ára og býr enn á eigin heimili. Eitt barnabarna hans, Hrafnhildur, hjálpar honum oft við hluti sem eru honum erfiðir, eins og að fara út í búð og borga reikninga. Ólafur lét Hrafnhildi fá aðgang að netbankanum sínum í þessum tilgangi.

Nokkrum mánuðum seinna þegar Ólafur ætlaði að kaupa sér nýjan sófa kemur í ljós að Hrafnhildur hafði millifært reglulega af reikningnum hans yfir á sig. Hann heldur fyrst að þetta sé misskilningur en þegar hann spyr Hrafnhildi segir hún að sér finnist hún eiga þetta skilið og ætli ekki að borga honum til baka.

Er þetta ofbeldi?

Heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi er ofbeldi sem er beitt af einhverjum sem er skyldur eða tengdur þér, til dæmis af maka, fyrrverandi maka, fullorðnu barni, foreldri, systkini eða forsjáraðila.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð
Viðtalsherbergi í Bjarmahlíð

Bjarmahlíð á Akureyri

Bjarmahlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Viðtalsherbergi í Bjarkarhlíð.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Útsýni af tjörninni í Reykjavík.

Kvennaathvarfiðn

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Vanræksla

Vanræksla er þegar einhver sinnir ekki þörfum hjálparvana einstaklings, til dæmis barni, manneskju með fötlun eða öldruðum einstaklingi.

Mansal

Fólk af erlendum uppruna sem býr á Íslandi er í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi.

Manneskja með sítt hár heldur fyrir andlitið