Réttargæslumaður
Réttargæslumaður er lögmaður sem passar upp á þína hagsmuni í kæruferlinu. Allir sem kæra kynferðisbrot eiga rétt á sínum réttargæslumanni.
Þess vegna þarft þú ekki að ráða lögmann ef þú kærir kynferðisbrot. Laun réttargæslumannsins eru greidd af ríkinu.
Réttargæslumenn eru:
- Lögmenn
- Út um allt land
- Konur og karlar á öllum aldri
- Mörg með mikla reynslu í málum eins og þínu