Réttargæslumaður
Réttargæslumaður er lögmaður sem passar upp á þína hagsmuni í kæruferlinu. Þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis í réttarvörslukerfinu eiga almennt rétt á að fá réttargæslumann.
Þess vegna þarft þú ekki að ráða lögmann ef þú kærir kynferðisbrot eða ert brotaþoli í kærumáli vegna ofbeldis í nánu sambandi. Laun réttargæslumannsins eru greidd af ríkinu fyrir ákveðinn tímafjölda þannig að mikilvægt er að nýta tímann með honum sem best varðandi málið í réttarvörslukerfinu.
Réttargæslumenn eru:
- Lögmenn
- Út um allt land
- Konur og karlar á öllum aldri
- Mörg með mikla reynslu í málum eins og þínu