Líkamlegt ofbeldi er mjög alvarlegt

Þegar einhver meiðir þig, eða hótar að meiða þig, kallast það líkamlegt ofbeldi. Það skiptir ekki máli hvort það verði líkamlegur skaði. Það kallast líka líkamlegt ofbeldi að neita að gefa einhverjum eitthvað fyrir líkamann, eins og lyf. Það er aldrei í lagi að beita líkamlegu ofbeldi. Oft hefur andlegu ofbeldi verið beitt í einhvern tíma áður en líkamlega ofbeldið byrjar.

Afleiðingar geta verið misjafnlega alvarlegar. Því alvarlegra sem ofbeldið er, þeim mun meiri áhrif hefur það á líkamlega og andlega heilsu. Eftir því sem það stendur lengur yfir því meiri áhrif hefur það á heilsuna. Áhrif ofbeldis vara í langan tíma eftir að það hættir. Alvarlegasta afleiðing líkamlegs ofbeldis í nánu sambandi er þegar annar aðilinn myrðir maka sinn.

Að þurfa að vera vitni að ofbeldi er líka ofbeldi. Börn sem verða vitni að ofbeldi á heimilinu líður svipað illa og ef þau eru sjálf beitt ofbeldi.

Ofbeldishringurinn

Ofbeldi í nánu sambandi fylgir oft mynstri sem er kallað ofbeldishringurinn.

  1. Spenna safnast upp.
  2. Á einhverjum tímapunkti losnar um spennuna í formi líkamlegrar eða andlegrar árásar.
  3. „Hveitibrauðsdagarnir” þar sem gerandinn er fullur eftirsjár.

Síðan heldur þessi vítahringur sífellt áfram.

Það er líkamlegt ofbeldi þegar viðkomandi hefur:

  • Hótað að skaða þig eða aðra á heimilinu.
  • Hótað að skaða sjálfan sig.
  • Ógnað þér með svipbrigðum eða hnefa.
  • Ógnað þér með hnífi eða einhverjum hlut sem hægt er að nota sem vopn.
  • Sagst vilja drepa þig eða sýnt það með hegðun (eins og með hálstaki).
  • Gripið í þig til að hindra að þú farir.
  • Viljandi eyðilagt hluti sem þú átt.
  • Meitt þig á einhvern hátt.
  • Þrýst á þig að taka inn lyf.
  • Bannað þér að taka nauðsynleg lyf.

Fáðu hjálp

Ef þú vilt fá aðstoð getur þú haft samband við Bjarkarhlíð í Reykjavík eða Bjarmahlíð á Akureyri sem sérhæfa sig í stuðningi við fullorðna við ofbeldi. Engu máli skiptir hversu langt er síðan ofbeldið átti sér stað.

Ef ofbeldi er nýlega yfirstaðið er gott að fá áverkavottorð á neyðarmóttökum sjúkrahúsa sem hægt er að nýta ef þú ákveður að kæra ofbeldið. Ef þú býrð við ofbeldi er gott að gera öryggisáætlun til að vernda öryggi þitt og barna.

Börn og fullorðnir geta alltaf talað við einhvern hjá 1717 (hjálparsíma Rauða krossins) eða haft samband við 112 gegnum síma eða netspjall.

Netspjall 1-1-2

Netspjall Neyðarlínunnar jafngildir símtali. Þú hefur óskipta athygli neyðarvarðar, sem er tilbúinn að aðstoða þig allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Reynslusaga Birnu

Þegar konur verða óléttar er algengt að ofbeldi í sambandi hefjist eða aukist. Hér segir Birna frá sinni sögu. Hún bjó með ofbeldisfullum maka í mörg ár. Hún komst út úr sambandinu og byrjaði nýtt líf með börnunum sínum.

9 ástæður fyrir að fólk hættir ekki í ofbeldissambandi

Það er ekki endilega auðvelt að „fara bara“ úr ofbeldissambandi. Það er margt sem hefur áhrif á að fólk heldur áfram í sambandinu.

Reynslusaga Sonju

Sonja segir frá sambandi sínu með manni sem beitti hana ofbeldi. Það byrjaði sem andlegt ofbeldi en varð síðan að líkamlegu ofbeldi. Enginn í kringum hana vissi af því. Sonja fór úr sambandinu eftir 18 ár. Í dag er hún ekki lengur hrædd.

Hefur þú sýnt ofbeldishegðun?

Þekkir þú birtingarmyndir ofbeldis?

Skoða fleiri dæmi

Áslaug

Áslaug er í stormasömu sambandi og er sífellt að segja manninum sínum hvað henni finnst ekki í lagi í samskiptum þeirra en hann fer sífellt yfir mörkin hennar. Eftir að hún varð ólétt hefur ástandið bara versnað. Hún er farin að forðast að tala um vissa hluti því þá verður hann bara reiður.

Áslaug veit vel að hún er enginn engill sjálf og hún gerir oft eitthvað sem hún veit að gerir hann reiðan. Áslaug hefur öskrað og ýtt við honum til baka til að komast úr ofbeldisaðstæðum. Hann hefur aldrei lamið hana en heldur henni stundum fastri og kastar hlutum.

Er þetta ofbeldi?

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.

Kvennaathvarf

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Heimilisfriður

Heimilisfriður býður upp á meðferð fyrir öll sem beita ofbeldi í nánum samböndum.

Öryggisáætlun

Að útbúa öryggisáætlun er leið til að vernda öryggi þitt og barnanna þinna, hvort sem það er innan sambandsins eða ef þú ákveður að fara.

Kona dregur frá gluggatjöldum

Kynferðislegt ofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi er það þegar einhver káfar á þér eða þvingar þig til að gera eitthvað kynferðislegt sem þú vilt ekki gera. Kynferðisleg áreitni er líka ofbeldi.