Líkamlegt ofbeldi er mjög alvarlegt
Þegar einhver meiðir þig, eða hótar að meiða þig, kallast það líkamlegt ofbeldi. Það skiptir ekki máli hvort það verði líkamlegur skaði. Það kallast líka líkamlegt ofbeldi að neita að gefa einhverjum eitthvað fyrir líkamann, eins og lyf. Það er aldrei í lagi að beita líkamlegu ofbeldi. Oft hefur andlegu ofbeldi verið beitt í einhvern tíma áður en líkamlega ofbeldið byrjar.
Afleiðingar geta verið misjafnlega alvarlegar. Því alvarlegra sem ofbeldið er, þeim mun meiri áhrif hefur það á líkamlega og andlega heilsu. Eftir því sem það stendur lengur yfir því meiri áhrif hefur það á heilsuna. Áhrif ofbeldis vara í langan tíma eftir að það hættir. Alvarlegasta afleiðing líkamlegs ofbeldis í nánu sambandi er þegar annar aðilinn myrðir maka sinn.
Að þurfa að vera vitni að ofbeldi er líka ofbeldi. Börn sem verða vitni að ofbeldi á heimilinu líður svipað illa og ef þau eru sjálf beitt ofbeldi.