Hvað er nauðungarstjórnun?
Nauðungarstjórnun er þegar manneskja í nánu sambandi tekur stjórn á lífi annarrar manneskju. Þetta er gert með því að stýra aðgengi að samskiptum við vini og fjölskyldu, fjármálum, samfélagsmiðlum eða öðru sem eðlilegt er að frjáls manneskja hafi forræði yfir. Það þarf ekki að vera að líkamlegu ofbeldi sé beitt heldur felst stjórnunin oft í andlegu ofbeldi.
Algengar aðferðir eru:
- einangrun
- smánun
- gaslýsing
- ofurstjórnun á daglegum hlutum (eins og símtölum, netnotkun, klæðnaði og mat)
- ofsóknir og eftirför
Sá sem beitir ofbeldinu getur til dæmis verið maki eða fyrrverandi maki, fjölskyldumeðlimur eða umönnunaraðili.