Ofbeldi er alls konar
Ofbeldi getur verið líkamlegt, kynferðislegt og andlegt. Það getur líka verið stafrænt og fjárhagslegt. Ofbeldi getur gerst inni á heimilum eða úti á skólalóð, fullorðnir geta beitt unglinga ofbeldi eða unglingar hvorn annan. Ofbeldi er alls konar.
Það getur oft verið erfitt að fatta hvað sé heilbrigt eða óheilbrigt í samskiptum og hvenær það er ofbeldi. Ef einhver gerir eitt eða fleira af þessu við þig er það líklegast ofbeldi:
- Hótar þér.
- Meiðir þig með því að sparka, lemja eða hrinda.
- Missir stjórn á skapi sínu.
- Niðurlægir þig.
- Ásakar þig um eitthvað sem þú hefur ekki gert.
- Einangrar þig frá fjölskyldu eða vinum.
- Segir þér hvað þú átt að gera eða hvernig þú átt að haga þér.
- Pressar á þig eða neyðir þig til að stunda kynlíf.
- Sendir þér óumbeðna nektarmynd eða þrýstir á þig að fá nektarmynd.
- Biður þig um að gera eitthvað kynferðislegt við sig (t.d. munnmök) í staðinn fyrir greiða.
Þetta eru bara örfá dæmi. Endilega skoðaðu meira á þessari síðu til að kynna þér betur hvernig ofbeldi lýsir sér og hvar þú getur fengið hjálp.