Hvað er heimilisofbeldi?
Heimilisofbeldi er þegar sá sem beitir ofbeldinu er skyldur eða tengdur þér eins og einhver í fjölskyldunni eða kærasti eða kærasta.
Að horfa upp á aðra á heimilinu vera beitta ofbeldi er líka ofbeldi.
Heimilisofbeldi getur til dæmis verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt eða vanræksla.
Fáðu hjálp
Enginn á að þurfa að lifa við ofbeldi. Best er að segja einhverjum fullorðnum sem þú treystir.