Dæmi um kynferðisofbeldi er:
- Kossar eða snerting gegn vilja þínum.
- Kynferðisleg orð eða látbragð gegn vilja þínum.
- Kynlíf þegar þú getur ekki sagt nei. Til dæmis af því að þú ert undir áhrifum, þér hefur verið byrlað eða þú ert sofandi.
- Að taka smokk af án þess að láta þig vita.
- Að hæðast að þér eða ógna ef þú vilt ekki gera eitthvað tengt kynlífi. Til dæmis að horfa á klám eða bjóða öðrum með.
- Að biðja þig um eitthvað kynferðislegt eins og munnmök í staðinn fyrir greiða, t.d. að fá að koma í partý eða gefa þér eitthvað sem þig langar í.
- Nauðgun eða tilraun til nauðgunar.