Það má ekki beita þig eða aðra ofbeldi
Það getur verið erfitt að trúa því að einhver vilji meiða eða hræða aðra. En fólk gerir stundum svoleiðis til að stjórna öðrum. Það kallast ofbeldi. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi.
Það eru margir sem geta hjálpað þeim sem verða fyrir ofbeldi, ef sagt er frá því. Fólk sem meiðir og særir getur líka fengið hjálp. Það er ekki endilega tekið í burtu heldur getur það fengið hjálp til að breyta hegðun sinni.