Það má ekki beita þig eða aðra ofbeldi

Það getur verið erfitt að trúa því að einhver vilji meiða eða hræða aðra. En fólk gerir stundum svoleiðis til að stjórna öðrum. Það kallast ofbeldi. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi.

Það eru margir sem geta hjálpað þeim sem verða fyrir ofbeldi, ef sagt er frá því. Fólk sem meiðir og særir getur líka fengið hjálp. Það er ekki endilega tekið í burtu heldur getur það fengið hjálp til að breyta hegðun sinni.

Mismunandi ofbeldi

Einelti hjá börnum

Þegar einn eða fleiri eru oft leiðinlegir við sömu manneskjuna er það einelti.

Heimilisofbeldi hjá börnum

Heimilisofbeldi getur gerst í hvernig fjölskyldum sem er.

Manneskja situr flötum beinum á gólfinu með annan fótinn krossaðan yfir. Hún er leið á svip og með lokuð augun. Hún er með dökkt sítt hár, er í blárri peysu, dökkum buxum og brúnum skóm. Hún heldur hægri hendinni upp að eyranu en heldur farsímannum upp fyrir framan sig í vinstri hendinni.

Nektarmyndir og stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum

Að taka eða senda kynferðislega mynd eða myndband af börnum er ólöglegt.

Kynferðisofbeldi gegn börnum

Kynferðisofbeldi er það þegar einhver vill snerta mann á einkastöðum eða fá mann til snerta sig og að það sé leyndarmál.

Segðu frá

Ef þú eða einhver sem þú þekkir verður fyrir ofbeldi er best að segja einhverjum fullorðnum sem þú treystir frá. Það getur verið einhver í fjölskyldunni, kennari eða foreldrar vina þinna. Ef það er enginn sem þér finnst þægilegt að tala við geturðu talað hringt í barnanúmerið 112. Þá fær fjölskyldan stuðning til að leysa vandamálið.

Þú getur alltaf fengið hjálp í síma 112 eða á netspjalli 112.

Heilbrigður líkami og sjálfsmynd

Við erum öll með mismunandi útlit og viljum mismunandi hluti. Það er mikilvægt að líða vel með sjálfan sig og segja hvað maður vill og vill ekki.

Úrræði

Umboðsmaður Barna Merki

Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður barna og vinnur að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna barna.

Sjúkt spjall

Nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

Barnavernd

Markmið barnaverndar er að styðja foreldra til að hugsa vel um börnin sín. Ef þú heldur að barn sé beitt ofbeldi eða búi við vanrækslu ættirðu að láta barnavernd vita.

1717

1717 er hjálparsími og netspjall Rauða Krossins ef þú vilt tala við einhvern. Það er opið allan sólarhringinn. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt.

Unglingar

Lestu meira um ofbeldi meðal ungmenna, einelti og um heilbrigð samskipti og kynlíf í samböndum hjá ungu fólki.