Hvað er tæling?
Tæling er algeng aðferð hjá þeim sem misnota börn og unglinga. Tæling getur líka verið notuð gegn ungu fólki og fullorðnum einstaklingum í viðkvæmri stöðu. Sá sem beitir tælingunni reynir að vinna traust þolandans og þvinga hann til að samþykkja ofbeldið. Tæling getur átt sér stað bæði í persónu eða á netinu.
Það er oftast fjölskyldumeðlimur eða einhver sem þolandinn þekkir sem er tælarinn, til dæmis þjálfari eða kennari. Sá sem beitir tælingu er oft viðkunnanlegur, vinalegur og hjálpsamur.
Það gæti verið tæling ef einhver eldri og valdameiri manneskja:
- Veitir þér mikla athygli og hrós.
- Deilir með þér dýpstu leyndarmálum sínum.
- Gefur þér gjafir eða peninga.
- Bendir á það sem er sameiginlegt með ykkur.
- Sýnir þér mikla samúð eða samkennd.
- Segjast hafa tilfinningar gagnvart þér.
- Spyr þig um persónulegar upplýsingar eins og heimilisfang, í hvaða skóla þú ert eða hvar þú hengur oftast.
- Ýtir á þig eða skipar þér að gera hluti, oft með því að vekja með þér sektarkennd.
- Vill að þið hittist einsömul án þess að segja neinum, jafnvel á afskekktum stað.