Það þarf alltaf samþykki til að deila kynferðislegu efni af öðrum
Stafrænt kynferðisofbeldi
Fólk sem verður fyrir stafrænu kynferðisofbeldi getur upplifað mikla vanlíðan, niðurlægingu, skömm og áhyggjur. Að verða fyrir stafrænu kynferðisofbeldi getur haft jafn miklar afleiðingar og kynferðisofbeldi í raunheiminum.
Það getur til dæmis verið stafrænt ofbeldi ef einhver:
- sendir þér óumbeðnar kynferðislegar myndir, myndbönd eða skilaboð
- tekur kynferðislegar myndir eða myndbönd af þér í leyfisleysi
- dreifir kynferðislegu efni af þér á vefsíðum eða til annarra, til dæmis mynd, myndbandi, hljóðupptöku eða skilaboðum
- dreifir fölsuðu kynferðislegu efni af þér
- þrýstir á þig til að senda sér nektarmyndir eða myndbönd af þér
- hótar að dreifa kynferðislegu efni af þér
- sendir áfram kynferðislegt efni af öðrum ef ekki ert vitað hvort viðkomandi hefur gefið leyfi.
Þetta kallast vanalega stafrænt kynferðisofbeldi því oftast er stafræn tækni notuð, eins og netið og símar. En það sama á við um framkallaðar ljósmyndir og annað efni sem er ekki stafrænt.