Meiri hætta á að verða fyrir ofbeldi
Ýmis atriði valda því að fólk af erlendum uppruna er í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi en fólk af íslenskum uppruna.
Til dæmis:
- Skortur á tungumálakunnáttu.
- Félagsleg einangrun.
- Skortur á upplýsingum.
- Lítil fjárráð.
- Menningarviðhorf.
- Ótti við að vera vísað úr landi.
Innflytjendur sem verða fyrir ofbeldi velja oft að tilkynna það ekki af ótta við að missa dvalarleyfi sitt. Þetta getur einnig hindrað þá í að nálgast ýmsa þjónustu.