Meiri hætta á að verða fyrir ofbeldi

Ýmis atriði valda því að fólk af erlendum uppruna er í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi en fólk af íslenskum uppruna.

Til dæmis:

  • Skortur á tungumálakunnáttu.
  • Félagsleg einangrun.
  • Skortur á upplýsingum.
  • Lítil fjárráð.
  • Menningarviðhorf.
  • Ótti við að vera vísað úr landi.

Innflytjendur sem verða fyrir ofbeldi velja oft að tilkynna það ekki af ótta við að missa dvalarleyfi sitt. Þetta getur einnig hindrað þá í að nálgast ýmsa þjónustu.

Í hjónaböndum á Íslandi hafa konur og karlar sama rétt. Það er bannað að beita maka sinn eða börn líkamlegu eða andlegu ofbeldi.

Algengar aðferðir

Einangrun

  • Makar sem beita ofbeldi gætu hindrað þig í að læra íslensku eða hafa samskipti við annað fólk, sérstaklega fólk með sama menningarlegan bakgrunn.
  • Maki sem beitir ofbeldi gæti reynt að láta reka þig úr vinnunni eða tilkynnt að þú sért ekki með tilskyld leyfi til þess að einangra þig félagslega og fjárhagslega.

Hótanir

  • Að láta vísa þér úr landi eða að draga til baka umsókn um ríkisborgararétt ef þú tilkynnir ofbeldi.
  • Að eyðileggja mikilvæg persónuleg gögn eins og vegabréf, ökuskírteini eða sjúkratryggingar.
  • Að maðurinn fái forsjá barnanna vegna þess að þú sért af erlendum uppruna eða að hann muni segja yfirvöldum að þú sért óhæf móðir.
  • Maki gæti fylgt hótunum eftir með því að draga til baka, seinka umsókn eða leggja ekki fram skjöl um búsetu.

Ekki óttast hótanirnar!

Það þarf ekki að óttast hótanir ofbeldismanna um að réttindi þín verði skert. Allt það sem opinberir aðilar ákvarða, til dæmis réttur til dvalar á Íslandi eða hvort foreldrið fari með forsjá barns, fara þeir eftir lögum, skoða aðstæður og atvik hvers máls fyrir sig og byggja ákvörðun sína á því. Niðurstaðan fer því aldrei eftir vilja eða orðum eins einstaklings.

Lesa meira um birtingarmyndir ofbeldis

Íslenska lögreglan

Hér á landi nýtur lögreglan mikils trausts íbúa og fólki er óhætt að leita til lögreglu ef það telur sig hafa orðið fyrir broti eða ofbeldi. Íslenska lögreglan starfar samkvæmt lögum og leitast við að aðstoða alla sem búa á Íslandi, óháð því hvort þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki. Íslenska lögreglan hefur engin sérstök tengsl við lögregluna í þínu heimalandi.

Þú hefur rétt á því að fá túlk, þér að kostnaðarlausu, hjá lögreglu og öðrum opinberum stofnunum, eins og heilsugæslunni.

Þú getur fengið aðstoð með því að hringja í 1-1-2 eða gegnum netspjall á þessari síðu. Þú getur líka fengið að tala við lögregluþjón í vernduðu umhverfi á þolendamiðstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Þar er einnig boðið upp á ókeypis ráðgjöf og aðstoð.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð is a center for people who have experienced abuse. There you get all the support and counseling you need in one place. All assistance is on your terms.

Setustofa hjá Bjarkarhlíð. Hér má sjá þrjá hægindastóla. Tveir eru nær og milli þeirra borð með lampa. Einn er fjær, með borð við hlið sér og hillur þar sem meðal annars er kaffikanna, bollar og nokkur tímarit. Ein planta og standlampi eru við hlið hillunnar.

Bjarmahlíð in Akureyri

Bjarmahlíð is a center for people who have experienced abuse. There you get all the support and counseling you need in one place. All assistance is on your terms.

Sigurhæðir in Selfoss

Sigurhæðir is a service for victims of gender-based violence in South Iceland. There you receive counsel, support and therapy on your terms, free of charge..

Tilkynntu hvers kyns ofbeldi gegn þér eða barni með því að hringja í 112 eða nota netspjall 112

Ofbeldi er refsivert á Íslandi, sama hver beitir því og hver verður fyrir því. Það er bannað að kýla, slá og ýta í annað fólk og það er bannað að rasskella börn.

Mansal

Mansal er þegar einstaklingur misnotar eða hagnýtir aðra manneskju á einhvern hátt til að græða peninga eða fá önnur hlunnindi. Þolendur mansals koma oft úr viðkvæmum hópum, til dæmis fólk á flótta eða í leit að betra lífi, fátækt fólk, fólk í neyslu, heimilislaus ungmenni og börn.

Nauðung

Þegar sjálfsákvörðunarréttur einstaklings er skertur gegn vilja hans er það kallað nauðung.

Manneskja situr í hjólastól. Hún snýr frá okkur og horfir upp í vindinn. Mikið og liðað hár sveiflast í vindinum.

Aðstoð í boði

Sjá alla aðstoð
Mannréttindaskrifstofa Merki

Mannréttindaskrifstofa

Hjá Mannréttindaskrifstofu fá innflytjendur ókeypis lögfræðiráðgjöf.

Kvennaathvarf

Kvennaathvarfið býður upp á ráðgjöf og húsnæði fyrir allar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi

WOMEN

W.O.M.E.N. (Women Of Multicultural Ethnicity Network in Iceland) eru samtök kvenna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þar geta erlendar konur fengið ráðgjöf og stuðning.

Fjölmenningardeild VMST

Hjá Fjölmenningardeild Vinnumálastofnunar geta innflytjendur á Íslandi fengið upplýsingar um réttindi sín og aðstoð við að flytja til eða frá landinu.

Manneskja leiðir aðra manneskju í gegnum stóra gátt inn í bjartan himinn.

Félagsþjónusta sveitar­félaga

Félags- og velferðarþjónustur sveitarfélaganna veita fjölbreyttan stuðning við einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Þar er hægt að fá stuðning vegna ofbeldis.

Bjarkarhlíð

Bjarkarhlíð í Reykjavík veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi stuðning og ráðgjöf í hlýlegu umhverfi. Þar geturðu fengið alla aðstoð á einum stað, eins og frá lögreglu, lögfræðingi og öðrum hjálparsamtökum.