Hvað eru ástarsvik og hverjir verða fyrir því?
Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit á borð við Facebook og Tinder geta einfaldað það að kynnast nýju fólki. Mikilvægt er að hafa í huga að þegar þú ert að tala við einstakling í gegnum internetið, þá þarf ekki að vera að hann sé sá sem hann segist vera.
- Ástarsvik er þegar einhver myndar ástar- eða vinatengsl við þig til þess að geta stolið af þér pening eða persónuupplýsingum.
- Ólíkt flestum svikum í gegnum internetið, þá er svikahrappurinn tilbúinn að eyða miklum tíma í að sannfæra þig um að treysta sér áður en hann biður þig um pening eða upplýsingar.
- Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri.