Sú hegðun getur verið áreiti sem virðist meinlaus en veldur samt óþægindum eða verið hreint ofbeldi byggt á fordómum og hatri.
Dæmi um þessa hegðun er:
- Fordómar
- Öráreiti
- Heiðursofbeldi
- Hatursglæpir
- Ofbeldi
- Hatursorðræða
- Mismunun
Fólk sem er í jaðarsettum hópum þarf oft að þola hegðun sem aðrir þurfa ekki að þola.
Sú hegðun getur verið áreiti sem virðist meinlaus en veldur samt óþægindum eða verið hreint ofbeldi byggt á fordómum og hatri.
Dæmi um þessa hegðun er:
Jaðarsetning er þegar manneskja eða hópur er settur til hliðar og lengra frá því sem aðrir hafa auðveldari aðgang að.
Fólk í jaðarsettum hópi getur átt erfitt með að gera suma hluti eða átt erfiðara með að fá aðgang að grunnþjónustu og öðrum tækifærum sem aðrir eiga auðvelt með að fá.
Þeir hópar sem eru oft jaðarsettir eru til dæmis fólk af erlendum uppruna, fólk með dökkan húðlit, innflytjendur, flóttafólk, hinsegin fólk, fátækir og fatlaðir.
Mikilvægt er að muna að fólk í sama hópi getur fundið mismikið fyrir jaðarsetningu.
Fordómar er að dæma einhvern fyrir fram, oft vegna skoðana sem eru ekki byggðar á raunveruleikanum eða vegna vanþekkingar og ótta.
Fólk í jaðarhópum er líklegra en aðrir til að verða fyrir fordómum.
Þegar fordómar gegn hópi teljast eðlilegir þá er líklegra að hópurinn verði fyrir áreiti. Áreiti þróast svo oft í að ofbeldi er beitt gegn hópnum. Minni líkur eru líka á að hópurinn fái aðstoð. Þess vegna er mikilvægt að berjast við fordóma frá byrjun.
Hvað eru fordómar?
Staðalmyndir eru alhæfingar um alla einstaklinga sem tilheyra ákveðnum hóp. Þær geta verið jákvæðar (allir X eru gáfaðir) og neikvæðar (allir X eru þjófar), stundum á sama tíma. Þær eru einfaldaðar og oft fordómafullar útgáfur af raunverulegu fólki í hópi, byggðar á sögusögnum, fréttaflutningi og birtingarmyndum (til dæmis í þáttum og kvikmyndum).
Öráreitni er íslensk þýðing á enska orðinu „microagression.“ Öráreitni eru hversdagslegir fordómar. Það þýðir að þeir geta komið fram í daglegri hegðun og samskiptum án þess að neinn taki sérstaklega eftir þeim nema þolandinn sjálfur.
Heiðursofbeldi er þegar einhver beitir ofbeldi til að verja „heiður“ fjölskyldunnar, oft náinn ættingi. Heiðursofbeldi viðgengst stundum í jaðarsettum hópi og snýst gegn öðrum jaðarsettum hópi, þá sérstaklega konum og hinsegin fólki.
Hatursglæpir er regnhlífahugtak um það þegar refsivert brot er framið vegna fordóma eða haturs sem gerandi hefur í garð hópsins sem þolandi er hluti af.
Hatursglæpir skiptast í þrjá flokka: ofbeldi, hatursorðræða og mismunun.
Hér eru nokkrar spurningar sem þú getur velt fyrir þér.
Hatursglæpir er regnbogahugtak um það þegar refsivert brot er framið vegna fordóma eða haturs sem gerandi hefur í garð hópsins sem þolandi er hluti af.
Hatursorðræða er þegar einhver hræðir, hæðist að, rógber, smánar eða ógnar einstaklingi eða hópi vegna fordóma eða haturs sem gerandi hefur í garð hópsins.
Öráreitni (microaggression) eru fordómar og mismunun sem geta komið fram í daglegri hegðun og samskiptum. Algengt er að enginn taki eftir fordómunum nema þolandinn.
Það er margt hægt að gera ef þú verður vitni að hatursorðræðu eða vilt berjast gegn henni.
Það er erfitt að ræða um hatursorðræðu nema ræða einnig um tjáningarfrelsi.
Heiðursofbeldi er þegar einhver beitir þig ofbeldi til að verja heiður fjölskyldunnar, oft náinn ættingi. Þegar heiður er settur ofar mannréttindum þínum, þá er það ofbeldi.
Ofbeldi er það þegar einhver gerir eitthvað sem meiðir þig eða lætur þér líða illa. Fatlaðir er líklegra til að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir.
Fólk af erlendum uppruna sem býr á Íslandi er í meiri áhættu á að verða fyrir ofbeldi.