Ég hef orðið fyrir kynferðisofbeldi, hvað á ég að gera?
Hafðu samband við 112 hvenær sem er til að fá aðstoð. Þú getur farið á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis ef brotið er nýafstaðið. Þú getur líka farið á heilsugæsluna þar sem þú býrð.
Hafðu samband við fagfólk eins fljótt og þú getur. Það er mjög mikilvægt að vinna úr áfallinu sem þú hefur orðið fyrir.
Í þessum leiðarvísi er reynt að útskýra sem best ferlið sem fer í gang við kæru og við hverju þú mátt búast. Honum er ætlað að skýra ferlið vegna brota á einstaklingum eldri en 18 ára.