Segðu frá
Talaðu um það sem gerðist við einhvern sem þér finnst gott að tala við og þú treystir, til dæmis einhvern í fjölskyldunni.
Þú getur líka talað við:
- Skólahjúkrunarfræðinginn í skólanum
- Námsráðgjafann í skólanum
- Kennarann þinn
- Þjálfarann þinn
- Starfsfólkið í félagsmiðstöðinni þinni
Svo er fullt af fólki sem vill hjálpa þér:
- Sjúkt spjall er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni (yngri en 20 ára) til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.
- Hjálparsími og netspjall 1717 er opið allan sólarhringinn. Þar er hægt að tala í trúnaði um hvað sem er.
- Sími og netspjall 112. Þá er fenginn ráðgjafi frá barnavernd eða félagsþjónustu sem veitir þér og fjölskyldunni þinni stuðning. Það þarf að gefa upp nafn en þú getur beðið um að enginn annar fái að vita það.
- Bergið headspace er ókeypis stuðnings- og ráðgjafasetur sem aðstoðar ungt fólk. Þar geturðu bókað tíma hjá ráðgjafa sem fer yfir vandann, veitir stuðning og ráðgjöf.
- Hinsegin félagsmiðstöð er fyrir öll ungmenni á aldrinum 13-17 ára sem vilja spjalla í félagsmiðstöð þar sem öll eru velkomin.
- Heilsugæslustöðvar eru flestar með sérstaka móttöku fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára til að ræða um heilsu og líðan.
Ef brotið er kært, hvað gerist þá?
Leiðarvísirinn hér fyrir neðan útskýrir ferlið sem þú ferð í gegnum. Hér erum við að miða við að þú sért 15-17 ára.