Að láta gerandann taka ábyrgð
Eina leiðin
Að kæra brotið og láta málið fara gegnum réttarkerfið er eina leiðin fyrir þig til að láta gerandann taka ábyrgð. En þó þú kærir er ekki víst að málið fari fyrir dóm. Það er ekki hægt að ábyrgjast að gerandinn verði dæmdur sekur. Rannsókn og málsmeðferð taka tíma og vegferðin getur verið erfið.
Refsing
Gerandinn er mögulega sakfelldur fyrir kynferðisbrot og þá fer dómurinn varanlega á sakaskrána hans. Dómurinn sést í 5 ár á sakavottorði til einstaklinga og í 10 ár á sakavottorði til opinberra aðila. Gerandinn þarf yfirleitt líka að greiða þér bætur og sakarkostnað. Þú getur átt rétt á bótum þótt málið sé látið niður falla. Hann þarf yfirleitt líka að greiða bætur og sakarkostnað.
Fyrir gerendur er refsingin að hljóta þennan dóm. Markmiðið með afplánun, til dæmis fangelsisvist, er svo að koma í veg fyrir að þeir brjóti aftur af sér.
Er hægt að kæra brot sem gerðist fyrir löngu síðan?
Já, þú getur kært síðar. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að því lengra sem liðið er frá brotinu því erfiðara getur reynst að nálgast mikilvæg gögn í málinu.
Hlutlaus ráðgjöf hjá lögreglu
Ef þú vilt vita meira um kæruferlið má alltaf leita til lögreglunnar til að fá ráðgjöf.
- Þú þarft ekki að nefna ákveðið brot.
- Það er sama hvort brot hafi verið kært eða ekki.
- Það skiptir heldur ekki máli hvort það standi til að kæra brotið eða ekki.
- Lögreglan veitir líka ráðgjöf um ákveðið brot sem þú hefur orðið fyrir eða einhver sem þú þekkir.
112 gefur þér samband við lögregluna eða þú getur haft beint samband við ákveðið umdæmi. Þú getur líka fengið að tala við lögregluþjón á miðstöðvum fyrir þolendum ofbeldis.