Ofbeldi gegn börnum
Ofbeldi birtist á margan hátt. Það getur verið líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt. Það er líka ofbeldi gegn barni þegar lífi og heilsu ófædds barns er stefnt í hættu.
Afleiðingar ofbeldis geta verið alvarlegar og varað langt fram á fullorðinsár. Dæmi um afleiðingar eru lágt sjálfsmat, kvíði, þunglyndi, aukin hætta á langvinnum sjúkdómum, sjálfsvígshugsanir og áfengis- og vímuefnanotkun.
Það er tilfinningalegt ofbeldi gegn barni þegar það verður vitni að ofbeldi milli nána einstaklinga (t.d. heimilisofbeldi) því það getur verið jafn skaðlegt fyrir barnið og að verða sjálft fyrir ofbeldi.
Börn geta líka beitt aðra ofbeldi, t.d. önnur börn eða jafnvel fullorðna og gæludýr. Þegar barn beitir aðra ofbeldi er það flokkað sem áhættuhegðun barns.