Að læra að takast á við ágreining
Oft er ágreiningur eða rifrildi undanfari ofbeldis. Lífið er fullt af óvæntum uppákomum og yfirþyrmandi verkefnum sem geta valdið deilum sem við stjórnum ekki. Við getum hins vegar stjórnað því hvernig við bregðumst við þegar ágreiningur kemur upp.
Ef við finnum að ágreiningur er að valda okkur vanlíðan þá er gott fyrsta skref að anda djúpt og telja upp að 10 áður en við bregðumst við.