Markmið góðs uppeldis
Uppeldi hefst strax við fæðingu barns og felur í sér að annast barnið, vernda, kenna því og veita leiðsögn. Markmið góðs uppeldis er að barnið verði heilbrigt, vel aðlagað, hamingjusamt og hafi getu sem gagnast því í framtíðinni. Uppeldisfærni er hins vegar hvorki meðfædd né kemur sjálfkrafa, heldur tekur tíma að tileinka sér nauðsynlega þekkingu, kunnáttu og hæfni.
Námskeið í uppeldi
Heilsugæslan býður upp á námskeið sem eru sérstaklega þróað fyrir foreldra á Íslandi. Á námskeiðunum er stuðst við viðurkennd fræði og vel rannsakaðar aðferðir.