Að takast á við erfiðar tilfinningar
Tilfinningar okkar eru góður mælikvarði á líðan.
- Jákvæðar hugsanir leiða af sér jákvæðar tilfinningar eins og gleði, sátt, umhyggju og innri ró.
- Neikvæðar hugsanir leiða af sér neikvæðar tilfinningar eins og reiði, kvíða, þunglyndi og hræðslu.
Það er hægt að æfa sig í að hugsa jákvætt. Jákvætt sjálfstal er öflug æfing sem þjálfar mann í að hugsa jákvætt.
Það getur breytt líðan manns og hjálpað manni að takast á við erfiðar tilfinningar eins og mótlæti, höfnun eða vonbrigði.
Tilfinningastjórnun er mikilvæg færni sem nýtist alla ævi. Börn missa oft stjórn á skapi sínu og ráða ekki við tilfinningar sínar, bæði jákvæðar og neikvæðar. Með æfingunni læra þau að stjórna tilfinningum sínum og samhliða auknum framheilaþroska verða þau færari í að takast á við þær.
- Góð tilfinningastjórnun hjálpar til við tengslamyndun við annað fólk, bæði í einkalífi og í vinnu. Hún hjálpar okkur einnig að fást við mótlæti og að lifa hamingjusamara lífi.
- Léleg tilfinningastjórnun getur haft neikvæð áhrif á sambönd okkar og leitt til geðheilsuvandamála og ofbeldis.
Fyrsta skrefið í tilfinningastjórnun er að geta nefnt tilfinninguna.
- Ég finn fyrir reiði
- Ég finn fyrir kvíða
- Ég finn fyrir hræðslu
Næsta skref er að bregðast við henni á meðvitaðan hátt, eins og til dæmis með:
- Hreyfingu, að fara í göngutúr og hreinsa hugann.
- Truflun, beina athyglinni annað til að forðast að segja eða gera hluti sem maður mun svo sjá eftir.
- Tjáningu, eins og að tala við einhvern sem maður treystir eða skrifa dagbók.
- Jákvæðu sjálfstali, eins og endurteknum jákvæðar staðfestingum til að byggja upp sjálfstraust.