Lausn vandamála
Allir lenda í erfiðleikum og vandræðum sem þarf að leysa. Stór og mikil vandamál sem eru óleyst lengi geta haft neikvæð áhrif andlega og líkamlega. Það er því mikilvæg færni að geta komið auga á vandamál og geta leyst það.
Til að vinna úr vandamálum er gott að:
- Æfa sig í að koma vandamálum í orð: „Vandamálið er að ...“
- Hugsa hvort vandamál sé kannski bara einkenni af öðru vandamáli.
- Finna rót vandans og geta greint á milli orsaka og einkenna.
- Ein leið til að komast hratt að rótinni er að spyrja aftur og aftur: „Af hverju?“
Þegar ljóst er hvert raunverulega vandamálið er eru næstu skref oft að:
- Brjóta stór vandamál niður í minni hluta.
- Finna alls konar mögulegar lausnir.
- Velja bestu lausnina.
- Framkvæma.