Lífsfærni
Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) gaf út lista yfir 10 hæfileika sem hjálpa fólki að fást við kröfur og áskoranir lífsins á árangursríkan hátt.
Þessir hæfileikar eru:
Lausn vandamála
Allar manneskjur lenda í erfiðleikum og vanda í lífinu sem þarf að leysa. Stór vandamál sem eru óleyst í langan tíma geta haft áhrif á andlega og líkamlega líðan. Þau geta valdið svefnleysi, kvíða og öðrum einkennum.
Að koma auga á vandamálin og kunna að leysa þau er mikilvæg færni.
Gott er að byrja á að æfa sig í að koma vandamálinu í orð: „Vandamálið er að.. "
Áður en hafist er handa við að leysa vandann er gott að staldra við og greina hvort verið sé að leysa raunverulega vandamálið eða kannski bara einkenni. Farsæl lausn vandamála byggist á að finna raunverulegu rót vandans og geta aðgreint orsakir frá einkennum.
Ein leið til að komast hratt að rótinni er að spyrja aftur og aftur: „Af hverju?"
Þegar ljóst er hvert raunverulega vandamálið er eru næstu skref oft að:
- brjóta stór vandamál niður í minni hluta
- finna allskonar mögulegar lausnir
- velja bestu lausnina
- framkvæma