Af hverju slást ungmenni?
Ungmenni slást þegar þau kunna ekki aðrar leiðir til að leysa ágreining. Þau telja að það sé veikleiki að svara ekki fyrir sig og að þá muni annað fólk vaða yfir þau.
Ástæður eru til dæmis:
- Sjálfsvörn.
- Reiði.
- Til að öðlast virðingu.
- Af hræðslu við höfnun jafnaldra og að lækka í áliti ef þau „þora ekki“ í slag.
- Til að hefna fyrir eitthvað sem einhver gerði þeim eða vinum þeirra.
Þættir sem hafa áhrif:
- Þunglyndi og hvatvísi.
- Að eiga erfitt með að stjórna reiði.
- Að kunna ekki að fást við streitu og álag.
- Að alast upp við ofbeldishegðun á heimili.
- Lítil framtíðarsýn – að sjá ekki tilgang með neinu.
- Ofbeldi í fréttum, sjónvarpsefni, tölvuleikjum og tónlist. Áhorf á efni sem upphefur ofbeldishegðun dregur úr mótstöðu barna og ungmenna gegn ofbeldi.
Ungmenni sem taka þátt í slagsmálum og líkamsárásum eru líklegri til að verða ofbeldisfull þegar þau verða fullorðin.