Birtingarmyndir eineltis
Barn sem er lagt í einelti líður illa og finnur til varnarleysis. Algengt er að barnið vill ekki segja frá því sem gerist svo það hljóti ekki verra af. Einelti fer oft fram þar sem enginn sér. Það er mjög áríðandi að við öll þekkjum einkenni eineltis.
Einelti birtist í mörgum myndum, það getur verið:
Líkamlegt
Barsmíðar, spörk, hrindingar.
Munnlegt
Uppnefni, niðrandi athugasemdir, endurtekin stríðni.
Skriflegt
Neikvæð skilaboð á netinu eða síma, krot, bréfasendingar.
Óbeint
Baktal, útskúfun, útilokun úr vinahópi.
Efnislegt
Hlutum stolið eða þeir skemmdir.
Andlegt
Þvingun til að gera eitthvað gegn vilja sínum.