Áhættuhegðun barns
Ef barn hegðar sér á einhvern hátt sem skaðar, eða er líklegt til að skaða, heilsu þess og þroska kallast það áhættuhegðun. Þetta gerist ekki bara á „vandræðaheimilum“ heldur geta allar fjölskyldur lent í þessu.
Dæmi um áhættuhegðun barns er:
- Neysla áfengis eða vímuefna.
- Sjálfskaði með því að veita sér áverka.
- Að barn beiti aðra ofbeldi.
- Að barn áreiti annað barn kynferðislega.
- Erfiðleikar barns í skóla þrátt fyrir aðhald foreldra.
- Að barn brýtur af sér, til dæmis skemmdarverk eða fari ekki eftir lögbundnum útivistartíma.
- Að stunda óöruggt kynlíf.